fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Katrín segir stjórnarandstöðuna reiðubúna að skoða samstarf

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 30. október 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Samkvæmt nýlegri könnun vill 57% sjá Vinstri græna í ríkisstjórn. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að réttast væri að VG, Samfylkingin, Framsókn og Píratar myndi næstu ríkisstjórn. Hún segist hafa talað við formenn flokkanna og séu þeir allir reiðubúnir að skoða þann möguleika að mynda saman ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi á Bessastöðum en hún var önnur í röðinni að funda með forsetanum í morgun.

Þetta kemur fram á Vísi.Katrín sagði að stjórnarviðræður séu ekki komnar það langt að hún hafi starfhæfan meirihluta á bak við sig. „Ég gerði honum líka grein fyrir að ég tel eðlilegastan fyrsta kost að fráfarandi stjórnarandstöðuflokkarnir, sem samanlagt eru með 32 manna meirihluta á nýju þingi, að við skoðum hvort það séu forsendur fyrir því að mynda ríkisstjórn,“ sagði Katrín.

Hún sagði að það gæti vel komið til greina að fimmti flokkurinn kæmi að stjórninni. „Þetta er byrjunin að okkar mati en eins og ég hef líka sagt þá höfum við ekki útilokað neina möguleika,“ sagði Katrín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar