fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Grunaður um framleiðslu fíkniefna í Kópavogi

Verkefni lögreglunnar í gærkvöldi voru af ýmsum toga

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 27. júní 2016 07:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á heimili sínu um hálf tólf leytið í gærkvöldi sem grunaður er um framleiðslu fíkniefna. Í dagbók lögreglu kemur fram maðurinn hafi verið vistaður í fangageymslu meðan málið er í rannsókn.

Fleiri mál komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Um hálf átta leytið í gærkvöldi var maður handtekinn við veitingahús í miðborginni en hann er grunaður um líkamsárás. Hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var hann vistaður í fangageymslu í kjölfarið.

Um klukkan 21.20 var bifreið stöðvuð á Bústaðavegi og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni upplýsinga- og sýnatöku. Að sögn lögreglu var farþegi í bifreiðinni kærður fyrir vörslu fíkniefna.

Þá var tilkynnt um bifreið sem hafði verið ekið á ljósastaur við Mjóddina um hálf átta leytið í gærövldi. Bifreiðinni var síðan ekið burt af vettvangi en lögregla hafði afskipti af ökumanni bifreiðinnar skömmu síðar. Orkuveitunni var tilkynnt um staurinn sem skemmdist nokkuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns