fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Heimsendamorðin

Helen og Christine lentu í klónum á Sinclair og Hamilton

Kolbeinn Þorsteinsson
Mánudaginn 20. júní 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsendamorðin (World’s End Murders), svonefndu, voru framin aðfaranótt 16. október 1977. Nafngiftina fengu þau vegna þess að fórnarlömbin, Helen Scott og Christine Eadie, höfðu varið sínum síðustu stundum á kránni World’s End í Edinborg í Skotlandi.

Við lokun höfðu vinkonurnar yfirgefið staðinn og gengið út á Royal Mile, umferðaræðina sem liggur í gegnum gamla bæjarhlutann í Edinborg.

Getur sótt um reynslulausn 106 ára að aldri.
Angus Sinclair Getur sótt um reynslulausn 106 ára að aldri.

Hver veit nema þeim hafi fundist lánið leika við sig þegar Angus Sinclair og mágur hans, Gordon Hamilton, renndu upp að þeim á Toyota-húsbíl og buðu þeim far.

Pyntingar, nauðgun og morð

En Sinclair og Hamilton reyndust úlfar í sauðargæru því lík Helen og Christine fundust daginn eftir í Austur-Lothian og höfðu þær verið bundnar og síðan kyrktar með eigin nærfatnaði. Sérfræðingar töldu að fyrir dauða sinn hefði þeim verið nauðgað og þær pyntaðar í þrjá klukkutíma.

Viðamikil rannsókn hófst og lögreglan setti saman lista yfir meira en 500 grunaða og skráði framburð fjölda fólks en miðaði þrátt fyrir það lítið í viðleitni sinni til að þrengja leitina að ódæðismanninum.

Í fjölmiðlum var vitnað í heimildir og sagt að stúlkurnar hefðu sést á tali við tvo karlmenn á World’s End en um hverja var að ræða hefur aldrei komið fram. Í maí, 1978, tilkynnti lögreglan að umfang rannsóknar málsins yrði minnkað enda fátt um vísbendingar.

Rykið dustað af málinu

Árið 1997 hafði DNA-tækni fleygt fram og deild gamalla mála ákvað að taka til skoðunar þær læknisfræðilegu vísbendingar sem voru til staðar í Heimsendamorðunum.

Lífsýni úr þeim rúmlega 500 sem upphaflega voru grunaðir um aðild að morðunum voru borin saman við lífsýni sem fundust á líkum stúlknanna, en engin samsvörun fannst.

Í október 2003 leitaði lögreglan aðstoðar Forensic Science Service, ríkisstofnunar sem ruddi brautina varðandi DNA-gagnabanka í Bretlandi, og tókst þá að finna ófullkomna samsvörun með 200 lífsýnum úr grunninum.

Var nauðgað og sættu pyntingum áður en þær voru myrtar.
Helen og Christine Var nauðgað og sættu pyntingum áður en þær voru myrtar.

Handtekinn en sleppt

Angus Sinclair var hnepptur í varðhald í nóvember, 2004, og lífsýni tekin til samanburðar við þau sem fundust á líkum stúlknanna. Í mars, 2005 var hann handtekinn og kærður fyrir morðin á Helen og Christine. Sinclair játaði hvorki né neitaði ákæruatriðum en var áfram í haldi lögreglunnar.

Réttarhöld yfir Sinclair hófust í ágúst 2007, en þegar þar var komið sögu var mágur hans, Hamilton, farinn yfir móðuna miklu. Vegna skorts á sönnunargögnum var málinu vísað frá og hefði getað lokið þar að fullu og öllu. En skosk yfirvöld breyttu síðar lögum þannig að hægt var að ákæra mann öðru sinni fyrir einn og sama glæpinn og því horfðist Sinclair í augu við réttarhöld að nýju í október 2014.

Dómur fellur

Sinclair hafnaði öllum ákæruatriðum og neitaði að hafa drepið stúlkurnar tvær og farið með þær „eins og skítinn undir skónum“ sínum, eins og saksóknarinn orðaði það.

Hvað sem því líður þá var Sinclair sakfelldur eftir 24 daga réttarhöld og dæmdur til að minnsta kosti 37 ára fangelsisvistar. Þar sem um var að ræða þriðja lífstíðardóminn sem Sinclair hafði hlotið getur hann í fyrsta lagi sótt um reynslulausn þegar hann verður 106 ára.

Í lokaorðum sínum sagði saksóknarinn að stúlkurnar tvær hefðu hlotið „ógnvænlegan, hryllilegan og villimannslegan dauðdaga“. Hann bætti við: Sem betur fer hefur réttlæti í Skotlandi enga „best fyrir“-dagsetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndina: Stuðningsmenn Chelsea með skýr skilaboð í kvöld

Sjáðu myndina: Stuðningsmenn Chelsea með skýr skilaboð í kvöld
433
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðarnir með sterkan sigur

Besta deild kvenna: Nýliðarnir með sterkan sigur
433
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deild kvenna: Valur með stórsigur á Víkingi – Nadía fagnaði vel gegn sínu gamla liði

Besta deild kvenna: Valur með stórsigur á Víkingi – Nadía fagnaði vel gegn sínu gamla liði
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Katrín leiðir í nýrri könnun en Halla Hrund skammt undan

Katrín leiðir í nýrri könnun en Halla Hrund skammt undan
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Fólki brugðið eftir ömurlega uppákomu – Upp úr þurru kýldi hann 17 ára dreng

Myndband: Fólki brugðið eftir ömurlega uppákomu – Upp úr þurru kýldi hann 17 ára dreng