fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Ofurhetjur stíga niður til jarðar

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 8. júní 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt líkt með Batman vs. Superman og nýjustu Marvel-myndinni. Báðar hefjast á því að ofurhetjurnar verða að takast á við afleiðingar af hinni miklu eyðileggingu sem þær hafa valdið í fyrri myndum. Hápunkturinn er svo einvígi á milli holdtekningar ameríska draumsins sem berst við milljarðamæring sem syrgir látna foreldra með því að hanna búninga með alls konar vígtólum. Og í báðum myndum er einni hetju ofaukið, þar Wonder-Woman, hér Spider-Man. En einhvern veginn tekst Marvel alltaf betur upp í bíó en DC.

Þó að titillinn beri nafn Captain America er hér í raun þriðja Avengers-myndin á ferð. Og þar sem sú síðasta jaðraði við að vera ofhlaðin er öllu nú stillt örlítið í hóf. Persónurnar fá tíma til að anda á milli slagsmála og stigmögnun stríðsins verður því trúverðugri. Bardagaatriðin eru líka raunsæislegri af ofurhetjumynd að vera. Engar borgir eru jafnaðar við jörðu, í mesta lagi einn flugvöllur. Sterkustu hetjurnar, Hulk og Þór, eru fjarverandi, sem gerir það aftur að verkum að hasarinn verður jarðbundnari. Meira að segja löggan skiptir hér einhverju máli. Og gott ef ekki er líka að finna einhverjar vangaveltur um gildi hefndarinnar, sem oftast er talin öllum dyggðum æðri í Hollywood-myndum

Það er helst að myndin misstígi sig um miðbikið þegar nýr Spider-Man er kynntur til sögunnar og virðist eiga heima í annarri sögu, og vægi Tony Stark sem örlagavalds allra annarra er orðið heldur mikið. En hún finnur brátt fæturna aftur í æsispennandi lokaslag sem tekst, ólíkt flestum slíkum í ofurhetjumyndum, að koma á óvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife