fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Disney gagnrýnt harðlega: Guðinn Maui sagður minna á svín

Ný mynd frá Disney segir frá ævintýrum hálfguðsins Maui

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. júní 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndarisinn Disney liggur undir ámæli þessa dagana vegna nýrrar myndar sem ber heitið Moana. Er það einna helst útlit hetjunnar Maui sem gegnir veigamiklu hlutverki í goðafræði Pólýnesíu sem vakið hefur hörð viðbrögð.

Það er vöðvafjallið Dwayne Johnson, einnig þekktur undir nafninu The Rock, sem talar fyrir Maui í myndinni. Moana segir frá ævintýrum prinsessu einnar, Moana, sem leggur upp í langt ferðalag með fyrrnefndum Maui sem er nokkurskonar hálfguð, hálfur maður og hálfur guð.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum næsta vetur en stiklur úr myndinni eru þegar farnar að birtast. Ekki eru allir sáttir við Disney og er það einna helst sú mynd sem dregin er upp af Maui sem fer fyrir brjóstið á fólki.

„Þegar við skoðum myndir af fólki, körlum og konum, frá Pýlýnesíu undanfarin hundrað ár eða svo sést að langflestir glíma ekki við offitu. Þessi neikvæða staðalímynd sem dregin er upp af Maui er óásættanleg – Nei takk, Disney,“ segir nýsjálenski þingmaðurinn Jenny Salesa sem á ættir að rekja til Tonga í Pólýnesíu. Bætti Jenny um betur og sagði að Maui liti út eins og blanda af svíni og flóðhesti.

Fleiri hafa látið sig málið varða og einn þeirra er Eliota Fuimanono Sapolu, atvinnumaður í rúgbý sem leikur fyrir landslið Samóa í Kyrrahafi. „Maui lítur út eins og hann hafi verið að veiða fisk. Það er eftir að hafa djúpsteikt hann og borðað hann allan,“ segir Eliota.

Samkvæmt pólýnesískri goðafræði er Maui guðinn sem bjó eyjarnar í Kyrrahafi til með því að draga þær upp úr sjónum.

Will Ilolahia, frá Pacific Island Media Association, sagði í samtali við Waatea News að þessi Disney-útgáfa af Maui ætti ekkert skylt við goðafræði Pólýnesíu. „Þessi lýsing á Maui, að hann sé of þungur, er dæmigerð af hálfu Bandaríkjamanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs