fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
FréttirLeiðari

23 stútfull hjörtu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. júní 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram undan eru ljúfir tímar. Nöldrið sem svo oft heltekur þessa þjóð mun á næstunni víkja. EM í Frakklandi er handan við hornið. Í fyrsta skipti eigum við Íslendingar lið í slíkri lokakeppni – þ.e. karlalið. Stelpurnar eru löngu búnar að sanna sig á þessum vettvangi og það var stórkostlegt að sjá þær á sínum tíma.

Sumarið er að skella á okkur af fullum þunga. Á suðvesturhorninu stefnir jafnvel í fjórtán gráður, að því er manni skilst á misloðnum veðurfréttum, uppfullum af fyrirvörum.

Forsetakosningar eru á næstunni og þær snúast um að finna nothæft sameiningartákn fyrir þessa sundurleitu þjóð sem elskar að rífast á Facebook yfir ómerkilegum hlutum. En leitið ekki langt yfir skammt. Sameiningartáknið er fundið. Það er íslenska landsliðið í knattspyrnu. Auðvitað er það ekki í framboði til forseta en það er alvöru sameiningartákn.

Stór hluti þjóðarinnar mun fylgja íslenska hópnum til Frakklands. Þeir sem eftir verða munu faðma sjónvarpið og rífast um ummæli Davíðs um Guðna Th. eða eitthvað sem Guðni Th. átti að hafa sagt fyrir mörgum árum.

En komandi dagar bjóða upp á ósvikna skemmtun og frí frá tilfinningaklámi, Panama-skjölunum, rifrildi um hvort þingkosningar verða í haust eða í haust, losun hafta og ferðamenn skítandi í íslenskri náttúru.

Væri nú ekki vel til fundið að leggja þrasið á hilluna og taka fram takkaskóna. Njóta EM og í beinu framhaldi af því ævintýri – reima á sig golfskóna eða jafnvel gönguskóna og halda á vit ævintýra.

Fram undan eru í það minnsta þrír mánuðir af góðu veðri. Svo kemur haustið og þá byrja leiðindin aftur. Vöndum okkur við að taka frí frá þeim í sumar. Þá komum við tvíefld og enn önugri til baka, enda mun ekki af veita þegar stutt verður í þingkosningar.

Fyrir þá sem eru að stressa sig yfir æfingarleiknum gegn Noregi, sem íslenska liðið tapaði, er rétt að benda á að þegar í mótið verður komið munu þessi 23 hjörtu sem slá í brjóstum landsliðsmanna verða stútfull af adrenalíni og ættjarðarást. Þessir drengir munu gefa allt sitt og meira til. Þeir munu mæta sem verðugir fulltrúar Íslands og gleðja okkur þann tíma sem mótið stendur. Stöndum með þeim og gleðinni sem svona ævintýri bíður upp á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns