fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Ótrúlegar myndir af bíl sem var ekið inn í garð í Hafnarfirði: „Fyrir alla sem halda það sé lagi að aka drukkinn“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 12. júní 2016 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung stúlka, 17 ára gömul, sem grunuð er að hafa ekið undir áhrifum áfengis endaði ferð sína inni í garði í Hafnarfirði. Endaði bílinn á hvolfi en DV greindi frá málinu í morgun. Fjórir unglingar voru í bílnum og sluppu þau án teljandi meiðsla.
Sif Björnsdóttir tók myndir af bílnum í nótt sem endaði ferð sína í garði fjölskyldu hennar. Sif segir á Facebook síðu sinni í stuttri hugvekju:

„Þetta er fyrir alla þá sem hafa einhver tímann sest undir stýri undir áhrifum áfengis og fyrir alla þá sem halda því fram að það sé í lagi að setjast undir stýri undir áhrifum áfengis. Í nótt gerðist einmitt það að drukkin manneskja velti bíl inní garð fjölskyldunnar minnar. Sem betur fer meiddist enginn, en það er bara heppni.“

Sif bætir við:

„Við erum fámenn þjóð og í hvert skipti sem að einhver lætur lífið í umferðarslysi þá syrgir öll þjóðin.“

Þá segir Sif að endingu:

„Mörg okkar keyra framhjá skilti á hverju ári sem að sýnir okkur hversu margir hafa látið lífið í umferðarslysi á því ári. Það gæti verið að við munum aldrei sjá töluna núll á skiltinu en við getum reynt að minnka töluna með því að setjast ekki undir stýri undir áhrifum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“