fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Grunnskólakennarar fella nýjan kjarasamning

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 9. júní 2016 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Félags grunnskólakennara (FG) og Sambands íslenskra sveitafélaga er lokið. Atkvæðagreiðslan hófst fimmtudaginn 2. júní og lauk í dag klukkan 16. Atkvæðagreiðslan var rafræn. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi samninginn. Var niðurstaðan afgerandi.

Skrifað var undir nýjan kjarasamning þann 30 maí. Gildistími var frá 1. júní 2016 til 31. mars 2019. Samningurinn fól í sér að laun myndu hækka um 3,5% á þessu ári, önnur þrjú á því næsta og svo aftur upp um þrjú prósent árið 2018. Þá átti að greiða kennurum eingreiðslu að upphæð 51,900 1.febrúar 2019.

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara sagði í samtali við Vísi eftir undirskrift kjarasamningsins að þau teldu að ekki væri hægt á þessu stigi að ná betri samningi.

„Við vorum komin á þann stað að það var annaðhvort að slíta þessum viðræðum eða leggja þetta í atkvæðagreiðslu hjá okkar félagsmönnum. Við mátum það þannig að það væri komið það mikið í þetta að það væri ástæða til að leggja það fram.“

Samningurinn hefur verið felldur eins og áður segir og var niðurstaðan þessi:

Á kjörskrá: 4.453
Atkvæði greiddu: 2.932 (65,84%)
Já: 741 (25,27%)
Nei: 2.118 (72,24%)
Auðir: 73 (2,49%)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var af portúgölskum uppruna

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var af portúgölskum uppruna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Horfði á sjónvarpsþátt undir stýri

Horfði á sjónvarpsþátt undir stýri
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólagjöfin þín gæti verið skattur – Hvað ber að varast í fyrirtækjagjöfum?

Jólagjöfin þín gæti verið skattur – Hvað ber að varast í fyrirtækjagjöfum?
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja varnarmálaráðherra Trump hafa gerst sekan um stríðsglæpi ef hann gaf fordæmalausa skipun – „Drepið alla“

Telja varnarmálaráðherra Trump hafa gerst sekan um stríðsglæpi ef hann gaf fordæmalausa skipun – „Drepið alla“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“
Fréttir
Í gær

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“
Fréttir
Í gær

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“