fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Vísindamenn hafa fundið súrefni í vetrarbraut í órafjarlægð frá Jörðinni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 26. júní 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að nota allar stjörnusjónaukana sem eru staðsettir í fjöllum í Chile hefur vísindamönnum tekist að finna ummerki eftir súrefni í vetrarbraut sem er í órafjarlægð frá Jörðinni. Vísindamennirnir segja að þessi uppgötvun sé örugg sönnun þess að súrefni hafi verið til á árdögum alheimsins.

Þetta kemur fram á vef News.com.au en þar segir að vetrarbrautin, sem um ræðir, sé í 13,1 milljarða ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Vetrarbrautin var því aðeins um 700 milljóna ára gömul þegar rannsóknin var gerð því ljós hennar hefur verið allan þennan tíma að ná til Jarðarinnar. Það er því eins og að horfa aftur í tímann að rannsaka ljósið frá þessari vetrarbraut.

Talið er að alheimurinn sé 13,7 milljarða ára gamall og því er ljósið sem rannsakað var frá árdögum hans. Vísindamennirnir segja að þeir hafi þó ekki fundið merki um mikið magn súrefnis. Fyrir áhugasama má geta þess að vetrarbrautin sem um ræðir heitir SXDF-NB1006-2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Í gær

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum