fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Boltinn með Bylgju

Öðruvísi lýsingar á leikjum landsliðsins á EM

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. júní 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bylgja Babýlons á hvorki langan né neitt sérstaklega glæsilegan íþróttaferil að baki. Hún komst þó á pall á Andrésar andar-leikunum og skoraði mark í fótboltaleik á Króksmóti þegar hún var fimm ára. Þrátt fyrir þetta ákvað hún að standa fyrir beinum útsendingum frá leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, nú þegar Evrópumótið stendur yfir.

„Mér hefur alltaf fundist heillandi að vera með vinnu í útvarpi. Eitthvað kósí og þægileg tilhugsun. Ég var að hlusta á leik nýlega, og fór að velta fyrir mér hvað það væri örugglega auðvelt að lýsa svona fótbolta. Þess vegna ákvað ég að prófa. Útgangspunkturinn var að fá með mér fólk sem vissi lítið eða ekkert um fótbolta – svipað og ég. Mér finnst hann meira að segja ekkert rosalega skemmtilegur.“

Kynjahalli

Í fyrsta þættinum fékk Bylgja Hugleik Dagsson til liðs við sig, og leiknum á laugardaginn lýsti hún ásamt Páli Ívan frá Eiðum. Á miðvikudaginn verða það svo Þórhallur „Laddason“ og Árni Vilhjálmsson sem sjá um lýsingu með Bylgju. Bylgja segist vel meðvituð um hinn vandræðalega kynjahalla sem hefur einkennt þættina fram að þessu. „Ég er alveg úti að skíta með þetta, en Sólrún og Nadía, vinkonur mínar úr uppistandinu, eru bara búnar að vera svo uppteknar. Þær verða samt með mér mjög fljótlega, ég lofa því.“

Hlustendur taka þátt

Að sögn Bylgju hafa viðbrögð við lýsingunum verið mjög góð, en hún hefur sterklega á tilfinningunni að hlustendur séu að megninu til fólk sem hefur ekki mjög gaman af fótbolta. „Þannig að ég er í raun að útvíkka hópinn sem fylgist með EM. Kannski að KSÍ gæti ráðið mig í þægilegt starf þessu tengt.“ Hlustendur geta tekið virkan þátt í útsendingum Bylgju, en upplýsingar og slóð á útsendinguna er að finna á Facebook-síðunni Boltinn með Bylgju. Upptökur af lýsingum eru í kjölfarið settar inn á Alvarpið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið