fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Fjórða þáttaröðin af Broen verður í anda hrekkjavökunnar

Einfaldari og hryllilegri en áður

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 26. maí 2016 19:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur sænsk-dönsku sakamálaþáttanna Broen geta tekið gleði sína á ný en aðalhandritshöfundur þáttanna, Hans Rosenfeldt, greindi frá því í vikunni að vinna sé hafin við fjórðu þáttaröðina. Áður hafði verið greint frá því að þættirnir yrðu ekki fleiri.

Nýja þáttaröðin sem verður þó ekki tekin til sýninga fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári verður í anda hrekkjavökunnar. Söguþráðurinn verður að sama skapi einfaldari en töluvert hryllilegri heldur en í fyrri þáttaröð. Ákveðið var að hefjast handa við handritsgerð þar sem aðdáendur þáttanna gátu með engu móti sætt sig við að sambandi þeirra við hina stórkostlegu Sögu Norén væri endanlega lokið.

Þetta kemur fram í sænska miðlinum Local.se. Þar segir sömuleiðis að þáttaröðin byrji, venju samkvæmt, á glæp sem krefst þess að danska og sænska lögreglan vinni saman að rannsókn málsins.

Rosenfeldt segir að þáttaröðin verði minni í sniðum en sú þriðja:

„Ég myndi þó segja að hún væri hryllilegri.“ Hann upplýsir að hún byrji á því að morð sé framið á hrekkjavöku í Danmörku.

Aðeins fimm persónur úr þriðju þáttaröðinni verða í þeirri fjórðu. Saga Norén verður að sjálfsögðu fremst í flokki. Danski rannsóknarlögreglumaðurinn Henrik og lögreglustjórarnir þeirra verða sömuleiðis í nýju þáttunum. Hinar sögupersónurnar hafa aldrei komið við sögu áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú