fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Ekki lengur hægt að kaupa Coca-Cola í Venesúela

Stærsti bjórframleiðandi landsins hefur einnig hætt framleiðslu

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 25. maí 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Venesúela geta ekki lengur keypt venjulegt sykrað Coca-Cola. Ástæðan er sú að allur sykur er uppurinn í landinu. Sykurlausa útgáfa drykkjarins er þó enn fáanleg. Sykurskorturinn er sömuleiðis farinn að segja til sín þegar kemur að öðrum vöruflokkum.

Efnahagsástandið í Venesúela er svo slæmt að segja má að landið rambi á barmi samfélags hruns. Stærsti bjórframleiðandi landsins hefur einnig hætt framleiðslu í bili þar sem ekki er hægt að útvega hráefni til bjórgerðarinnar.

Að auki er mikill vöruskortur er í landinu. Rafmagn er skammtað og hvergi í heiminum er jafn mikil verðbólga og í Venesúela þessa stundina.

Sykurreyr er ræktaður í landinu en framleiðslan hefur dregist mikið saman, meðal annars vegna afskipta stjórnvalda af verðinu. Bændur eiga erfitt með að hagnast á ræktun sykurreyrs því framleiðslukostnaðurinn hefur aukist töluvert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik