fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Þetta er meginstefna Guðna

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 5. maí 2016 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Frá því greindi hann fyrr í dag í Salnum í Kópavogi á afmælisdegi konu sinnar. Guðni hefur einnig opnað heimasíðu þar sem hann birtir meginstefnu sína. Þar segir:

„Ég býð mig fram til forseta Íslands vegna þess að ég hef ákveðnar hugmyndir um embættið sem ég vil fylgja eftir. Forseti á að vera fastur fyrir þegar á þarf að halda. Hann á að leiða erfið mál til lykta og tryggja að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið í stærstu málum sem hana varðar. Um leið á forseti að standa utan og ofan við fylkingar í samfélaginu. Fólkið í landinu á að finna að hann sé ekki í liði með einum á móti öðrum.“

Þá segir Guðni að forseti Íslands sé málsvari landsins á alþjóðavettvangi. Andlit í augum heimsins.

„Hann á að styðja við menningu landsins og listir, atvinnu- og viðskiptalíf. Í atbeina sínum fyrir Íslands hönd á forseti að vera stoltur en hógvær, kappsamur án drambs.“

Þá segir Guðni að forseti eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar.

„Fyrri forsetar hafa mótað embættið eftir sínu höfði en innan þess ramma sem lög og hefðir skapa. Næsti forseti á að fylgja þessu fordæmi forvera sinna, læra bæði af því sem vel var gert og því sem miður fór. Fyrst og fremst á forseti vera öllum óháður, hlýða eigin samvisku og þjóna öllum jafnt í landinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst