fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Telur sig hafa fundið hvílustað Aristóteles

Vísbendingar um að hálfhrunin bygging í fæðingarborg hans, Stagíru, sé hinsti hvílustaður heimspekingsins

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 28. maí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grískur fornleifafræðingur, Konstantinos Sismanidis, telur sig hafa fundið gröf forngríska heimspekingsins Aristóteles sem af mörgum er talinn einn áhrifamesti hugsuður í vestrænni heimspeki. Hann var nemandi Platons og kennari Alexander mikla auk þess sem hann var mikilvirkur vísindamaður á sínum tíma og lét til sín taka á fjölmörgum sviðum, meðal annars rökfræði, frumspeki, eðlisfræði, sálfræði, líffræði, dýrafræði, siðfræði og stjórnmálafræði svo eitthvað sé nefnt. Independent greinir frá.

Byggingin er í fæðingarborg heimspekingsins, Stagíru, sem er í 40 km. fjarlægð frá Þessalóníki. Jarðneskar leifar hins merka manns hafa hinsvegar ekki enn fundist.
Hinn meinti hvílustaður Byggingin er í fæðingarborg heimspekingsins, Stagíru, sem er í 40 km. fjarlægð frá Þessalóníki. Jarðneskar leifar hins merka manns hafa hinsvegar ekki enn fundist.

Sismanidis stundaði rannsóknir á fæðingarstað Aristóteles, borginni Stageira, á tíunda áratug síðustu aldar en hann upplýsti ráðstefnugesti í grísku borginni Thessaloniki um að hann telji að eyðilögð bygging sem hann rakst á hafi verið hinsti hvílustaður hins merka manns. Sismanidis segir að byggingin hafi á sínum tíma verið minnismerki um heimspekingsins en þrátt fyrir mikla leit hafa jarðneskar leifar hans ekki fundist. Sismandis er þó viss í sinni sök. „Ég hef engar sannanir en sterkar vísbendingar, ég er eins viss og hægt er að þessi kenning sé rétt,“ sagði hann í fyrirlestri sínum og hélt því fram að staðsetning byggingarinnar, útlit hennar og staðsetning á miðju marmaragólfi styðji við kenningu sína auk þess sem áætlaður byggingartími komi heim og saman við dauða Aristóteles árið 322 f. Kr. en þá var heimspekingurinn 62 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“