fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Grunur um mansal: Félag heyrnarlausra lítur málið alvarlegum augum

Félag heyrnarlausra sendir frá sér yfirlýsingu

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. maí 2016 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stjórn félagsins treystir lögreglu til að vinna að rannsókn málsins og mun gera allt sem hægt er til að aðstoða lögreglu við þá rannsókn þannig að málið upplýsist sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu sem stjórn Félags heyrnarlausra hefur sent frá sér.

Flutt í Kvennaathvarfið

Eins og DV greindi frá í gær var heyrnarlaus kona flutt af lögreglu í Kvennaathvarfið fyrir skemmstu vegna gruns um að hún væri fórnarlamb mansals. Mun konan, sem er frá Rússlandi, hafa verið neydd til að selja happdrættismiða fyrir aðila sem sá um fjáröflun fyrir Félag heyrnarlausra.

Vísaði ásökunum á bug

Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, vísaði því á bug í Fréttablaðinu í dag að um mansal væri að ræða. Þeir sem sjá um að selja happdrættismiða fá 25 prósent af sölu happdrættismiðanna í laun, en konan mun hins vegar einungis hafa fengið 15 prósent af andvirði sölunnar. Daði sagði að um samkomulag hafi verið að ræða milli hennar og starfsmannsins gegn því að hún fengi gistingu á heimili hans.

Munu vinna með lögreglu

Í yfirlýsingunni sem Félag heyrnarlausra hefur sent frá sér segir:

„Síðastliðinn mánudag kom starfsmaður félagsins, sem gegnir starfi fjáröflunarstjóra, á fund framkvæmdastjóra félagsins og tjáði honum að lögregla væri að rannsaka mál sem tengdist honum. Að sögn starfsmannsins hafði lögreglan spurst fyrir um dvöl erlendra gesta hjá starfsmanninum. Þegar í stað var ákvörðun tekin um að senda viðkomandi starfsmann í leyfi á meðan málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Viðbrögð stjórnar félagsins munu síðan ráðast af því hver niðurstaða rannsóknar lögreglu verður. Stjórn félagsins treystir lögreglu til að vinna við rannsókn málsins og mun gera allt sem hægt er til að aðstoða lögreglu við þá rannsókn þannig að málið upplýsist sem fyrst.

Í áratugi hefur starf Félags heyrnarlausra verið byggt á frjálsum framlögum og fjáröflun t.d. happdrættissölu. Allir sölumenn félagsins fá að lágmarki greidd sölulaun sem nema 25% af seldum miðum. Komi til aukakostnaðar t.d. gistikostnaðar vegna söluferða úti á landi hefur félagið jafnframt greitt þann kostnað. Um erlenda heyrnarlausa einstaklinga sem dvelja tímabundið á Íslandi og óska eftir að selja happdrætti fyrir félagið gilda sömu reglur og innlendir væru.

Stjórn Félags heyrnarlausra harmar það mál sem fjallað er um í fjölmiðlum í dag og lítur það mjög alvarlegum augum. Ef brotið er á rétti heyrnarlauss fólks hefur félagið veitt öllum þeim sem til þess hafa leitað aðstoð og leiðbeint þeim um rétt sinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik