fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Kannabisræktun í Þorlákshöfn: Með kíló af kannabis í bílnum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 2. maí 2016 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma á föstudagsmorgun var ökumaður stöðvaður á Eyrarbakkavegi á milli Eyrarbakka og Selfoss. Í ljós kom að í bifreið hans var talsvert magn, um 1000 grömm, af kannabisefnum. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu.

Þar segir ennfremur að maðurinn hafi verið handtekinn og færður í fangageymslu. Frekari rannsókn leiddi af sér að maðurinn var að koma frá geymsluhúsnæði í Þorlákshöfn þar sem kannabisræktun hafði verið í gangi. Þar var nýafstaðin ræktun og af ummerkjum að dæma mátti ætla að verið væri að flytja ræktunina á annan stað.

Sá handtekni viðurkenndi að hafa verið að aðstoða félaga sinn við að flytja efnin úr geymsluhúsnæðinu en hann hafi ekki komið að ræktuninni sjálfri. Málið er í rannsókn og efnin verða send til efnarannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú