Thomas Fredrik Møller Olsen var þann 29. september dæmdur sekur um hafa orðið Birnu Brjánsdóttir að bana. Ákæruvaldið fór fram á 18 ára fangelsisvist yfir Thomas en hann hefur frá upphafi neitað sök í málinu. Verjandi hans, Páll Rúnar M. Kristjánsson, krafðist sýknu af báðum ákæruliðum sem Thomas Møller var sakaður um.
Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi í héraðsdómi fyrir að verða Birnu að bana og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.
Thomas hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Það staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari við Ríkisútvarpið.