fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Íbúar hvattir til að eyða WhatsApp úr símtækjum sínum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. júní 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WhatsApp-smáforritið er í augum margra ómissandi þáttur þegar kemur að samskiptum við vini og vandamenn. En íranska ríkissjónvarpið hefur hvatt þá þegna sína sem nota það til að eyða því úr símtækjum sínum.

Því var haldið fram í gær að smáforritið safnaði upplýsingum um notendur sína sem síðan væru sendar til Ísraelsmanna. Engar sannanir voru lagðar fram vegna þessa en forsvarsmenn WhatsApp voru fljótir að bregðast við og lýsa áhyggjum af þessum „fölsku upplýsingum“ sem ættu sér enga stoð í raunveruleikanum.

Bentu forsvarsmenn WhatsApp á það að engar upplýsingar um notendur – innihald skilaboða eða staðsetningu notenda – væru sendar frá fyrirtækinu. Að halda þessu fram væri áhyggjuefni á tímum þar sem fólk þarf hvað mest á appinu að halda.

WhatsApp leggur mikið upp úr persónuvernd notenda og notar það sem kallað er dulkóðun frá enda til enda (e. end-to-end encyption). Geta aðeins sendendur og móttakendur skilaboðanna séð þau.

WhatsApp er eitt vinsælasta smáforritið í Íran og reiða margir íbúar sig þar á forritið til að eiga samskipti við aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum