fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Síðasta mynd Sólveigar á Cannes

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 21. apríl 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Together Project, síðasta kvikmynd fransk-íslenska leikstjórans Sólveigar Anspach, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og mun enn fremur keppa í Director‘s Fortnight (f. Quinzaine des Réalisateurs) sem fer fram samhliða kvikmyndahátíðinni í maí. Átján myndir taka þátt í keppninni sem er nú haldin í 48. skipti.

The Together Project er síðasta myndin í þríleik Sólveigar um skáldið Önnu, sem er leikin af Diddu Jónsdóttur. Fyrri myndirnar í þríleiknum eru Skrapp út (2008) og Queen of Montreuil (2012). Meðal leikara í myndinni eru auk Diddu, Samir Guesmi, Florence Loiret-Caille, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld. Handritið skrifaði Sólveig ásamt Jean-Luc Gaget.

Sólveig lést í ágúst í fyrra, 54 ára að aldri, en þá var myndin í eftirvinnslu. Í viðtali við kvikmyndatímaritið Variety þvertekur Edouard Waintrop, listrænn stjórnandi Director‘s Fortnight, fyrir að valið á myndinni sé einhvers konar virðingarvottur til Sólveigar, myndin sé einfaldlega ein besta franska mynd sem hann hafi séð á árinu.

Sjá einnig: Á landamærum skáldskapar og heimilda – um Sólveigu Anspach.

Mynd: Elsa Palito

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 3 dögum

KÍTÓN tónleikar í Iðnó

KÍTÓN tónleikar í Iðnó
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll