Það verður kosið til Alþingis á laugardag en mikil óvissa ríkir í stjórnmálum hér á landi þessa dagana. Leiðtogar flokkanna og lykilmenn reyna að tryggja sér atkvæði á síðustu metrunum. Mikil spenna er fyrir þessum kosningum en ekki er víst að það verði auðveldur leikur að mynda ríkisstjórn að þeim loknum. Til að slá á létta strengi ákvað DV að bera saman stjórnmálamenn og knattspyrnustjóra á Englandi.
Hafa unnið fína sigra á ferlum sínum en eru alltaf umdeildir, mál sem hafa reynst erfið fylgja þeim.
Hafa mikla reynslu en árangurinn er byrjaður að láta á sér standa, sumir tala um risaeðlur í bransanum.
Harðduglegir einstaklingar sem ná oftar en ekki árangri, hafa gert mistök en reyna alltaf að bæta sig.
Báðir aðilar trúa mikið á sína aðferð, mikið skipulag en þeir eru ekki allra.
Glaumgosar sem hafa gaman af lífinu, nálgun þeirra á hlutina hreyfir við fólki.
Trúa báðir á nútíma aðferðir sem ekki hefur verið sannað að virki, reyna að berast til að sanna það fyrir öllum.
Reyna að telja sínu fólki trú um að þeir séu að verða stórveldi á nýjan leik, það gæti gerst.
Trúa báðir á aðferðir gamla skólans en með nýjum gildum, krefjast þess að sínir lærisveinar leggi sig alla fram.
Þú hatar þá eða elskar þá, fjármál þeirra hafa komist í fréttirnar. Vilja láta verkin tala og ná oftar en ekki árangri.
Hafa báðir tekið ákvarðanir sem skiluðu ekki góðu, Koeman missti starf sitt í vikunni og Óttarr gæti horfið af Alþingi á laugardag því fylgið er lítið.