fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga á íslensku tvisvar á ári og eru styrkirnir veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýðinga á myndríkum barnabókum.

Á árinu 2025 bárust samtals 80 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku. Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 milljón króna í tveimur úthlutunum.

Í seinni úthlutun ársins, voru veittar 8,1 milljónir króna til 24 verka. 40 umsóknir bárust.

Þýtt er úr ensku, spænsku, frönsku, sænsku, búlgörsku og þýsku og meðal þýðenda eru Gyrðir Elíasson, Friðrik Rafnsson, Kristín Guðrún Jónsdóttir, Guðni Kolbeinsson og María Rán Guðjónsdóttir.

Fjölbreytt verk voru styrkt að þessu sinni og má þar nefna verk eftir höfunda á borð við Pilar Quintana, Holly Jackson, Paul Verlaine, Gustav Flaubert og Gao Xingjian.

Þýtt er úr ensku, spænsku, frönsku, sænsku, búlgörsku og þýsku og meðal þýðenda eru Gyrðir Elíasson, Friðrik Rafnsson, Kristín Guðrún Jónsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Valgerður Ólafsdóttir.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun:

Jacaranda eftir Gaël Faye. Þýðandi: Rannveig Sigurgeirsdóttir. Útgefandi: Angústúra

Le perfezioni eftir Vincenzo Latronico. Þýðandi: Þóra Arnórsdóttir. Útgefandi: Benedikt

Den sista fjärilen eftir Nema Hasan. Þýðandi: Aðalsteinn Ásberg SIgurðsson. Útgefandi: DIMMA

Les oubliés du dimanche eftir Velérie Perrin. Þýðandi: Kristín Jónsdóttir. Útgefandi: Forlagið

Hægt er að sjá allar úthlutanir ársins hér

Þess ber að geta að ekki er sótt um styrki til þýðinga á íslensku úr norrænum málum til Miðstöðvarinnar, heldur er sótt um þá styrki til hinna Norðurlandanna, nánar tiltekið til upprunalands bókar sem á að þýða. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá Móeiði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum