fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Pressan
Þriðjudaginn 23. desember 2025 17:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur heimilað sölu á offitulyfinu vinsæla Wegovy í töfluformi. Novo Nordisk, framleiðandi lyfsins, segir að lyfið komi á markað í janúar en ekki liggur fyrir hvað það mun kosta.

Stat News greinir frá þessu en um er að ræða fyrsta GLP-1 lyfið sem kemur út í töfluformi og er ætlað þeim sem glíma við offitu. Lyfið mun hafa sömu verkun og sprautuútgáfa lyfsins og er lyfið sérstaklega samþykkt til meðferðar við þyngdartapi og til að draga úr áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Bent er á að klínískar rannsóknir á töfluformi lyfsins hafi sýnt fram á 14% þyngdartap að meðaltali hjá þátttakendum. Það er sambærilegt við áhrif Wegovy í sprautuformi.

Notendur lyfsins munu taka eina töflu á dag sem er auðveldari í notkun og flutningi en sprautuform lyfsins sem þarf að vera í kæli. Novo Nordisk segir að þetta muni auka aðgengi að lyfinu sem mikil eftirspurn er eftir.

Novo Nordisk selur nú þegar skylt GLP-1 lyf í töfluformi, lyfið Rybelsus, en það er eingöngu ætlað til meðferðar við sykursýki af tegund 2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Í gær

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys