fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. desember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, var óvenju hvass í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þegar hann lét gamlan kollega sinn af Alþingi fá það óþvegið.

Björn Leví deildi þar skjáskoti af Facebook-færslu Vísis þar sem fjallað var um ummæli sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét falla í ræðustól Alþingis í gær í umræðum um bandorminn svokallaða.

Kallaði Guðlaugur Þór Kristrúnu Frostadóttur „yfirlætisráðherra“

„Virðulegi forseti. Það kom að því að hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefið, hæstvirtur forsætisráðherra, kom hér og talaði svona aðeins yfir þingheimi. Eigum við að fara yfir hæstvirtan forsætisráðherra í stjórnarandstöðu,“ sagði Guðlaugur meðal annars.

Björn Leví, sem sat á þingi á árunum 2016 til 2014, var ekki hrifinn af orðavali Guðlaugs Þórs og virðist þess utan ekki hafa mikið álit á honum.

„Og þessi gaur er að pæla í að verða borgarstjóri? Hann má endilega reyna. Það væri fínt að losna við hann úr þinginu. Hefur aldrei haft neitt til málanna að leggja nema skæting.”

Greint hefur verið frá því að Guðlaugur Þór íhugi að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni.

Spegillinn greindi frá því í nóvember að taldar séu meiri líkur en minni á að hann taki slaginn og fari fram gegn Hildi Björnsdóttur, oddvita flokksins. Guðlaugur Þór er einn þaulsetnasti þingmaðurinn á Alþingi í dag en hann hefur setið þar frá árinu 2003.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi