
„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera,“ sagði Trump þegar hann undirritaði tilskipunina á skrifstofu sinni á mánudag.
Fentanýl hefur dregið þúsundir Bandaríkjamanna til dauða á undanförnum árum, en árið 2023 létust yfir 100 þúsund manns af völdum fíkniefnaofskömmtunar. Átti fentanýl sök í mörgum málum.
Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum teljast vopn, sem geta valdið fjöldadauðsföllum eða alvarlegum skaða á fólki og umhverfi á mjög skömmum tíma, til gereyðingarvopna.
Samkvæmt tilskipuninni verður dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Pam Bondi, falið að auka umfang rannsókna gegn fentanýlsmygli til landsins.
Þá er Marco Rubio utanríkisráðherra og Scott Bessent fjármálaráðherra falið að beita „fjárhagslegum og diplómatískum þrýstingi“ á þá sem koma að framleiðslu, dreifingu eða fjármögnum á ólöglegu fentanýli.
Í frétt Politico segir það sé nánast fordæmalaus ákvörðun að flokka fíkniefni til gereyðingarvopna, en þar segir enn fremur að ríkisstjórn Joe Biden, fyrrverandi forseta, hafi skoðað að grípa til sambærilegra aðgerða.