fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

Pressan
Miðvikudaginn 17. desember 2025 06:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað forsetatilskipun þess efnis að hið ólöglega og stórhættulega eiturlyf fentanýl verði hér eftir í sama lagalega flokki og efnavopn.

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera,“ sagði Trump þegar hann undirritaði tilskipunina á skrifstofu sinni á mánudag.

Fentanýl hefur dregið þúsundir Bandaríkjamanna til dauða á undanförnum árum, en árið 2023 létust yfir 100 þúsund manns af völdum fíkniefnaofskömmtunar. Átti fentanýl sök í mörgum málum.

Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum teljast vopn, sem geta valdið fjöldadauðsföllum eða alvarlegum skaða á fólki og umhverfi á mjög skömmum tíma, til gereyðingarvopna.

Samkvæmt tilskipuninni verður dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Pam Bondi, falið að auka umfang rannsókna gegn fentanýlsmygli til landsins.

Þá er Marco Rubio utanríkisráðherra og Scott Bessent fjármálaráðherra falið að beita „fjárhagslegum og diplómatískum þrýstingi“ á þá sem koma að framleiðslu, dreifingu eða fjármögnum á ólöglegu fentanýli.

Í frétt Politico segir það sé nánast fordæmalaus ákvörðun að flokka fíkniefni til gereyðingarvopna, en þar segir enn fremur að ríkisstjórn Joe Biden, fyrrverandi forseta, hafi skoðað að grípa til sambærilegra aðgerða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Maria lagði á ævintýralegan flótta til að geta tekið við friðarverðlaunum Nóbels

Maria lagði á ævintýralegan flótta til að geta tekið við friðarverðlaunum Nóbels
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tesla olli eldsvoða og sex manna fjölskylda missti allt – Telur að kraftaverk hafi bjargað lífi þeirra

Tesla olli eldsvoða og sex manna fjölskylda missti allt – Telur að kraftaverk hafi bjargað lífi þeirra
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“