fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. desember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivan Toney er kominn aftur á æfingar með Al-Ahli eftir að hafa verið handtekinn um helgina, grunaður um líkamsárás á skemmtistað í London.

Atvikið á að hafa átt sér stað á 100 Wardour St í Soho, þar sem aðdáandi reyndi að taka sjálfu með enska landsliðsmanninum. Toney, 29 ára, á að hafa brugðist illa við og samkvæmt vitnum á hann að hafa skallað manninn.

Framherjinn var handtekinn aðfaranótt laugardags, grunaður um tvær líkamsárásir og óspektir, en var síðar látinn laus gegn tryggingu.

Toney á æfingu í gær

Segir í enskum miðlum að Toney hafi óttast að maðurinn ætlaði að ræna sig þar sem hann var með dýra skartgripi og dýrt úr á hendinni.

Hann hélt strax aftur til Sádi-Arabíu og hefur nú tekið þátt í æfingum með Al-Ahli á ný.

Félagið birti myndir af Toney og liðsfélögum hans þar sem þeir fóru í gegnum fjölbreyttar æfingar á Mokhtar El-Tetsh vellinum á mánudag. Leikmennirnir þurftu meðal annars að hlaupa í miklum hita með súrefnisgrímur, undir yfirskriftinni: „Andardrátt fyrir andardrátt… við lyftum okkur upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xabi Alonso opnar dyrnar fyrir því að taka við liði á Englandi

Xabi Alonso opnar dyrnar fyrir því að taka við liði á Englandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sturlaðar upphæðir sem Salah hefur þénað eftir að hafa gert nýjan samning – 340 milljónir fyrir hvert markið

Sturlaðar upphæðir sem Salah hefur þénað eftir að hafa gert nýjan samning – 340 milljónir fyrir hvert markið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus
433Sport
Í gær

Ekki allir Íslendingar hrifnir af sænska fyrirtækinu – „Finnst þetta algjört drasl, hefur enga trú á þessu“

Ekki allir Íslendingar hrifnir af sænska fyrirtækinu – „Finnst þetta algjört drasl, hefur enga trú á þessu“
433Sport
Í gær

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot