fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Björk skorar á RÚV að sýna hugrekki á miðvikudaginn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. desember 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir skorar á stjórn RÚV að sýna hugrekki á miðvikudaginn þegar ákvörðun verður tekin um þátttöku Íslands í Eurovision-söngvakeppninni.

Þetta kemur fram í færslu Bjarkar á Facebook þar sem hún tekur undir með kollega sínum, Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem hefur skorað á stjórn RÚV að segja Ísland úr keppni þar sem nú liggur fyrir að Ísrael mun taka þátt.

Írar, Hollendingar, Spánverjar og Slóvenar hafa þegar dregið sig úr keppni vegna Ísrael.

Páll Óskar sagði fyrr í dag að nú sé ljóst að í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) séu gungur. Það þýði ekki að Íslendingar þurfi að vera gungur líka.

Björk segist taka undir með Páli Óskari og óskar þess að stjórn RÚV hafi hugrekki til að draga Ísland úr keppninni og „hugsa með hjartanu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Orð Egils vekja kátínu – „Telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“

Orð Egils vekja kátínu – „Telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“