fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Gekk illa að fá Nútímann til að leiðrétta rangfærslu um sig – „Hvað gerir maður þegar fjölmiðill lýgur?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. desember 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjóri Heimildarinnar gerir athugasemdir við vinnubrögð Nútímans og segir miðilinn hafa birt um sig falsfrétt. Tilraunir hans til að fá fréttina leiðrétta hafi svo verið virtar að vettugi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Jóns Trausta Reynissonar þar sem hann spyr: „Hvað gerir maður þegar fjölmiðill lýgur?“

Hann lýsir svo reynslu sinni en málið má rekja til fréttar sem birtist hjá Nútímanum í gær og er unnin upp úr samræðuþættinum Rauða borðinu á Samstöðinni. Fyrirsögn Nútímans var: „Segir sterka stöðu RÚV nauðsynlega til að sporna við öflum eins og Miðflokknum“.

Jón Trausti segist árangurslaust hafa óskað eftir leiðréttingu á þessari fyrirsögn. Þarna sé um uppspuna að ræða og Jóni Trausta augnuð fölsk ummæli.

„Nú er liðinn sólarhringur frá því að ég bað fréttavefinn Nútímann, sem er á ábyrgð kröfuharða hlaðvarparans Frosta Logasonar, um að leiðrétta uppspuna sem er hafður eftir mér í fyrirsögn fréttar, þar sem mér eru eignuð fölsk ummæli um að Ríkisútvarpið þurfi að vera sterkt til að „sporna gegn öflum eins og Miðflokknum“.

Þá er ég ekki að tala um að fréttin sé meiðandi eða ósanngjörn, sem særi stoltið eða skapi óþægindi, heldur einfaldlega að hún er ósönn.“

Erfitt að álykta að um mistök sé að ræða

Fyrirsögnin byggi annaðhvort á útúrsnúningi eða misskilningi. Jón Trausti hafi í raun sagt hið þveröfuga, að RÚV og fjölmiðlar almennt eigi að vera hlutlausir frá stjórnmálavaldi

„Ríkisútvarpið – og fjölmiðlar almennt – eigi að vera hlutlaust frá stjórnmálavaldi, en að hætta sé á því til lengri tíma að því verði misbeitt pólitískt og að það hafi orðið of mikil samþjöppun þar, á kostnað einkarekinna miðla, sem skapi áhættu fyrir samfélagið.
Ekkert um að RÚV eigi að beita sér gegn Miðflokknum með neinum hætti, enda færi það algerlega gegn mínum gildum og skoðunum – og orðum í þættinum.“

Telur Jón Trausti að framsetning Nútímans eigi að þjóna þeim tilgangi að setja Jón Trausta og Heimildina í það samhengi að þau vilji beita skattfé og ríkisvaldi gegn Miðflokknum.

„Sem fellur inn í narratífu/söguþráð sem gjarnan er spunninn um þolendastöðu þess lags flokka hérlendis og erlendis, og stjórnlyndi annarra, þótt það séu reyndar Miðflokksmenn sem oftast vilja taka umræðu um efni RÚV á stjórnmálastiginu – til dæmis út frá því hvort hugsanlega hafi orð verið tekin úr samhengi á RÚV, eins og gerðist á BBC.“

Varla sé hægt að álykta að um mistök sé að ræða þegar augljós ósannindi eru ekki leiðrétt þrátt fyrir beiðni um slíkt. Gerir Jón Trausti eins athugasemdir við að hvergi sé hægt að finna upplýsingar á vef Nútímans um hvert sé hægt að leita vegna frétta vefsins, en Jón Trausti hefur engin svör fengið, þrátt fyrir að hafa reynt að ná sambandi við miðilinn í gegnum Facebook og á opinbert netfang hans.

„Heimurinn er að þróast í átt að meiri upplausn á sannleika. Hættan er að flóð upplýsinga, sannleika í bland við falsefni og sannlíki, verði of mikið til að fólk nenni eða megni að hugsa út í þetta, enda skapa samfélagsmiðlar hvata til að birta falsefni og fá viðbrögð. Þá mun standa eftir að fólk aflar sér reynslu af því hvaða fjölmiðlum eða „vörumerkjum“ er hægt að treysta og hverjum ekki. Lykilprófið þar er ekki bara hvort þeir fari með rangfærslur svo staðfestanlegt sé, heldur hvort þeir bjóði upp á leiðir til að leiðrétta þær.“

Nútíminn leiðréttir fréttina

Nútíminn hefur nú breytt fyrirsögninni. Ný fyrirsögn er: Segir sterka stöðu fjölmiðla nauðsynlega í ljósi uppgangs Miðflokksins.

Eins hefur miðillinn tekið fram að upphaflegri útgáfu fréttar hafi rangt verið haft eftir Jóni Trausta. „Beðist er velvirðingar á þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Orð Egils vekja kátínu – „Telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“

Orð Egils vekja kátínu – „Telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“