fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Helga segir illa farið með Ársæl: „Að þurfa að sækja um aftur er móðgun“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. desember 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Kristín Kolbeins, formaður Skólameistarafélags Íslands, er ósátt við meðferðina á Ársæli Guðmundssyni, skólameistara Borgarholtsskóla. Eins og greint var frá í vikunni verður hann ekki endurskipaður í starf skólastjóra og verður starf hans auglýst.

Helga er í viðtali í Morgunblaðinu í dag þar sem hún gagnrýnir meðal annars viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra við málinu.

Sjá einnig: Ekki í fyrsta sinn sem það er fjaðrafok í kringum Ársæl- Kennarar ályktuðu gegn honum og skipunin sögð anga af spillingu

Kristrún sagði í gær að faglegar forsendur byggju að baki þeirri ákvörðun að auglýsa stöðu Ársæls en honum væri frjálst að sækja um aftur.

„Það væri gott að vita hvaða faglegu forsendur það eru. Að þurfa að sækja um aftur er móðgun, því það er enginn sem hefur meiri hæfni,“ segir Helga sem fer fögrum orðum um Ársæl.

„Hann er mikill fróðleiksbrunnur og nýtur mikillar virðingar innan skólameistarahópsins. Hann er mikill kennari í eðli sínu og alltaf tilbúinn að leiðbeina. Hann hefur staðið sína plikt og lent í erfiðum málum sem hann hefur leyst vel úr,“ segir hún en nánar er rætt við Helgu í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kemur Gyokeres til varnar
Salah snýr aftur
Fréttir
Í gær

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Í gær

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Í gær

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“