fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti

Pressan
Miðvikudaginn 3. desember 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir þjófnað í Nýja-Sjálandi, en honum er gert að sök að hafa stolið verðmætu demantahálsmeni úr smiðju Fabergé með óvenjulegum hætti. Hálsmenið er metið á rúmlega 2,5 milljónir og menið sjálft er Fabergé-egg sem eru orðin sögufrægur skrautmunur sem efnameiri einstaklingar nota gjarnan sem stöðutákn. Menið hefur ekki fundist en talið er að meinti þjófurinn hafi gleypt það.

Lögreglan var kölluð að skartgripaverslun í Auckland á föstudaginn og handtók þar 32 ára gamlan karlmann. Hann var sendur á sjúkrahús í röntgenmyndatöku og var svo úrskurðaður í gæsluvarðhald. Eggið á hálsmeninu er skreytt með 60 hvítum demöntum og 15 bláum safírum. Það er hægt að opna eggið og innan í því er kolkrabbi úr 18 karata gulli. Eggið kallast Octopussy en innblásturinn að því var fenginn úr samnefndri kvikmynd um njósnarann James Bond. Myndin fjallar einmitt um þjófnað á Fabergé-eggjum. Maðurinn hefur eins verið sakaður um að hafa stolið Ipad frá sömu skartgripaverslun um miðjan nóvember og fyrir að hafa brotist inn á einkaheimili og stolið þaðan kattasandi og vörum til að losa gæludýr við flær.

BBC greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“