fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Trump-tollarnir bitna á neytendum og tekjur af þeim undir væntingum

Pressan
Þriðjudaginn 2. desember 2025 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjur ríkissjóðs Bandaríkjanna af tollum eru undir væntingum. Frá þessu greinir Fortune. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði tröllatrú á tollum og sagði þá jafnvel geta komið í stað tekjuskatts. Að sögn Fortune skiluðu tollarnir þó 100 milljörðum minna af bandaríkjadölum en vonir stóðu til, eða um 13 billjón íslenskar krónur.

Þetta skýrist af nokkrum þáttum. Til dæmis hefur verulega dregið úr innflutningi frá Kína, en samdrátturinn þar nemur um 30 prósentum. Fyrirtæki hafa, líklega til að forðast hærri tolla, flutt inn vörur frá Víetnam frekar en Kína.

Síðan er það viðskiptasamningur sem Trump gerði við Mexíkó og Kanada á fyrra kjörtímabili sínu, svokallað USMCA-samkomulag. Ríkisstjórnin taldi að samkomulagið dekkaði aðeins um 38 prósent af innflutningi frá Kanada og 50 prósent frá Mexíkó. Þar með myndu hærri tollar á aðrar vörur frá þessum ríkjum skila auknum tekjum. Hins vegar er raunin sú að innflutningur sem fellur undir samninginn hefur aukist mikið á meðan dregið hefur úr innflutningi á varningi sem fellur utan samkomulagsins. Þriðja atriðið sem Fortune nefnir er stóraukning innflutnings á tæknivarningi sem fellur undir undanþágur frá tollum.

Fortune tekur fram að engu að síður séu tollarnir að skila tekjum, líklega um 400 milljörðum bandaríkjadala á ári. Tollarnir séu þó að taka á sig skattamynd þar sem nú liggur fyrir að erlend ríki og alþjóðleg fyrirtæki eru ekki að borga þá heldur bandarísk fyrirtæki og neytendur. LendingTree áætlar að tollar muni kosta bandaríska neytendur um 29 milljarða nú yfir hátíðirnar. Fjárfestingarbankinn UBS var ómyrkur í máli hvað tollana varðar: „Tollarnir eru gífurleg skattahækkun“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óseðjandi fíkn hans í viðurstyggilegt klám endaði með ólýsanlegum hryllingi

Óseðjandi fíkn hans í viðurstyggilegt klám endaði með ólýsanlegum hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna