fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Pressan
Föstudaginn 28. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unga konan sem lést þegar hákarl réðst á hana undan ströndum Ástralíu í gærmorgun hét Livia Mühlheim og var 25 ára.

Livia var svissneskur ríkisborgari en kærasti hennar, hinn 26 ára gamli Lukas Schindler, slasaðist einnig í árásinni.

Livia og Lukas fengu sér sundsprett í sjónum snemma í gærmorgun í Crowdy Bay, suður af Port Macquarie á austurströnd Ástralíu, nokkurn veginn miðja vegu á milli borganna Sydney og Brisbane.

Schindler er skiptinemi í Ástralíu og var Livia í heimsókn hjá kærasta sínum þegar slysið varð. Hann hafði nýlega lokið gráðu í köfun og er hann sagður hafa barist hetjulega þegar hinn þriggja metra langi hákarl réðst á Liviu.

Schindler var bitinn tvisvar en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sjálfum sér og Liviu, sem var lífshættulega slösuð, um 50 metra leið í land. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var hún látin, en hákarlinum tókst meðal annars að rífa af henni annan handlegginn.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að parið hafi farið í sjóinn til mynda höfrunga með GoPro-myndavél, en þau virðast ekki hafa áttað sig á því að svæðið sem um ræðir er þekkt hákarlasvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf