fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Inga gefur lítið fyrir blammeringar Einars – „Þetta er rangt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra svarar gagnrýni Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, fullum hálsi og segir hann ekki fara með rétt mál. Hafði Einar gagnrýnt Ingu harðlega fyrir að sjá ekki til þess að fjármagn til sveitarfélaganna fylgdi með þegar Alþingi samþykkti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Inga segir samninginn snúast um mannréttindi en ekki tiltekna þjónustu.

Einar hefur bæði í aðsendri grein á Vísi og í samtölum við Mbl.is og fleiri fjölmiðla sagt Ingu hafa sent „reikninginn yfir á næsta borð“ og að hún og ríkisstjórnarflokkarnir væru að „leika sér að vera góðir á kostnað annarra.“ Það væri óboðlegt að ekkert fjármagn hefði fylgt til sveitarfélaganna með samþykkt samningsins og ekki í samræmi við sveitarstjórnarlög að gera ekki mat á fjárhagslegum kostnaði við innleiðingu hans.

Minntist Einar einnig á að nokkur fjöldi samninga við fatlað fólk um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) hefði ekki verið fjármagnaður hjá Reykjavíkurborg. Í kjölfar samþykktar samningsins og hvatningar Ingu hefði Öryrkjabandalagið krafið borgina svara en meirihluti borgarstjórnar engu svarað. Minnti Einar einnig á að sveitarfélögin hefðu varað við því áður en samningurinn var samþykktur á Alþingi að hann myndi kosta þau 14 milljarða króna.

Rangt

Inga segir í aðsendri grein á Vísi að það sé ekki rétt með farið hjá Einari að sveitarstjórnarlög kveði á um að gera hafi átt fjárhagslegt mat á kostnaðaráhrifum samningsins um réttindi fatlaðs fólks:

„Við lögfestingu samningsins hefði átt að framkvæma fjárhagsmat skv. 129. gr. sveitarstjórnarlaga. Þetta er rangt. Það var mat sérfræðinga bæði félags- og fjármálaráðuneytisins að ekki væri þörf á slíku mati. Enda væri með samningnum verið að lögfesta alþjóðamannréttindasáttmála en ekki stofna til nýrrar þjónustu.“

Inga segir að sveitarfélögum hafi borið skylda til að veita NPA þjónustu allt frá samþykkt laga árið 2018. Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks breyti því ekki og kveði ekki á um neinar umfram skuldbindingar í þeim efnum. Gert hafi verið kostnaðarmat þegar málefni fatlaðs fólks fluttust frá ríki til sveitarfélaga og það hafi ekki staðist. Eftir það hafi farið fram greining á því hvernig leiðrétta megi þennan halla. Jafnframt hafi fjármagni verið veitt til sveitarfélaga í gegnum jöfnunarsjóð til að sinna málaflokknum.

14 milljarðar

Þegar kemur að fullyrðingum Einars og raunar fleiri sveitarstjórnarfulltrúa um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks muni leggja 14 milljarða auka kostnað á sveitarfélögin segir Inga að þessi kostnaður hafi þegar verið til staðar og samningurinn breyti engu þar um:

„Þar er vísað til þess að 400 manns eru nú á biðlista eftir sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk. Þessar skyldur sveitarfélaganna og þar með biðlistinn lágu fyrir löngu áður en samningurinn var lögfestur og hefur ekkert með samninginn að gera.“

Ríki og sveitarfélög þurfi að vinna saman að samkomulagi um kostnaðarskiptingu vegna áður lögbundinnar NPA þjónustu og uppbyggingar sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk. Þessa stöðu hafi ríkisstjórnin fengið í arf frá fyrri ríkisstjórn. Hún ítrekar að lokum að samningurinn snúist um mannréttindi ekki þjónustu eða fjármagn:

„Ég vil að við tryggjum sjálfsagða mannréttindavernd strax og vinnum svo saman að því þjónusta sem kveðið er á um í öðrum lögum verði veitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð
Fréttir
Í gær

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft
Fréttir
Í gær

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“
Fréttir
Í gær

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu