fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Pressan
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 07:30

Mynd: Unsplash.com. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán ára stúlka í Rússlandi er í vörslu yfirvalda eftir að hún varð móður sinni að bana en móðirin hafði tekið símann af stúlkunni að sögn vegna stanslausrar notkunar hennar á samfélagsmiðlum.

Mirror greinir frá þessu. Móðirin hét Svetlana Cheglyakova og var 46 ára. Stúlkan skar móður sína á háls og skar svo í sínar eigin hendur og kveikti í íbúð fjölskyldunnar sem er í Sankti Pétursborg.

Stúlkan sagði í fyrstu að karlmaður sem brotist hefði inn í íbúðina bæri ábyrgð á þessu öllu. Fullyrt er í rússneskum fjölmiðlum að stúlkan hafi leikið eftir atburðarás úr hlutverkaleik sem hún hafði spilað á netinu.

Þegar lögreglumenn yfirheyrðu stúlkuna viðurkenndi hún að hafa beitt hnífnum eftir rifrildi um netnotkun við móður sína. Stúlkan sakaði móður sína um óheyrilega stjórnsemi. Hún hafi bannað sér að hitta vini sína og skömmu áður en atburðurinn átti sér stað hafi móðir hennar slegið hana.

Faðir stúlkunnar bjó ekki á heimilinu eftir að hann og Cheglyakova slitu samvistum. Stúlkan er á spítala en hún mun ekki verða ákærð þar sem hún er undir sakhæfisaldri í Rússlandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum