
Arsenal er líklegasta liðið til að vinna Meistaradeild Evrópu í vor, samkvæmt ofurtölvu Opta.
Arsenal er með fullkominn árangur í keppninni það sem af er tímabil og ofurtölvan gefur þeim 22,5 prósent líkur, sem er nokkuð á undan næstu liðum.
Þar eru einmitt Bayern Munchen með 14,8 prósent og Manchester City með 14,7.
Af öðrum enskum liðum fá Liverpool 10 prósent líkur, Newcastle 2,9 og Tottenham 1,3.
9,1 prósent líkur eru á að ríkjandi meistarar Paris Saint-Germain verji titil sinn og Barcelona og Real Madrid fá 5,4 og 5,9 prósent.
Útreikninga ofurtölvunnar má sjá hér að neðan.
