
Það að Trump hafi ekki verið boðið vekur athygli, sér í lagi þar sem venjan er sú að sitjandi forsetar Bandaríkjanna mæta í útfarir fyrrverandi forseta og varaforseta.
Cheney og Trump var þó ekkert sérstaklega vel til vina, sérstaklega eftir að Cheney gagnrýndi Trump harðlega í kjölfar óeirðanna við þinghúsið í Washington í janúar 2021.
Þá skaut Cheney föstum skotum að Trump árið 2022 og kallaði hann meðal annars „heigul“ og „ógn“ fyrir Bandaríkjamenn. Dóttir Cheney, Liz, var varaformaður nefndar sem fór yfir atburðina við þinghúsið og gagnrýndi Trump hana og nefndina ítrekað.
Liz tilkynnti fyrir síðustu forsetakosningar að hún myndi kjósa Kamölu Harris og faðir hennar myndi gera það sama, þó hann væri harður Repúblikani.
Í fréttum Axios og CNN kemur fram að varaforsetanum JD Vance hefði ekki heldur verið boðið.