fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney

Pressan
Föstudaginn 21. nóvember 2025 09:14

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseta var ekki boðið að vera viðstaddur útför Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Cheney var varaforseti á árunum 2001 til 2009 en hann lést í byrjun mánaðarins 84 ára að aldri.

Það að Trump hafi ekki verið boðið vekur athygli, sér í lagi þar sem venjan er sú að sitjandi forsetar Bandaríkjanna mæta í útfarir fyrrverandi forseta og varaforseta.

Cheney og Trump var þó ekkert sérstaklega vel til vina, sérstaklega eftir að Cheney gagnrýndi Trump harðlega í kjölfar óeirðanna við þinghúsið í Washington í janúar 2021.

Þá skaut Cheney föstum skotum að Trump árið 2022 og kallaði hann meðal annars „heigul“ og „ógn“ fyrir Bandaríkjamenn. Dóttir Cheney, Liz, var varaformaður nefndar sem fór yfir atburðina við þinghúsið og gagnrýndi Trump hana og nefndina ítrekað.

Liz tilkynnti fyrir síðustu forsetakosningar að hún myndi kjósa Kamölu Harris og faðir hennar myndi gera það sama, þó hann væri harður Repúblikani.

Í fréttum Axios og CNN kemur fram að varaforsetanum JD Vance hefði ekki heldur verið boðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“