fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar segir mega skoða margt innan menntakerfisins, en fyrst og fremst hefur hún áhyggjur af starfsumhverfi kennara og skorti á virðingu fyrir skólaskyldu nemenda.

Í grein sinni segir Katrín skólann ekki geymslu sem kennir börnum bók- og tölustafi, heldur hluta af því þorpi sem elur upp barn. Segist hún hafa þá reynslu úr starfi að það hafi verið skólar sem bentu fyrst á áhyggjur af hegðun og líðan barna.

„Þegar kom að því að hjálpa einstökum börnum, skipti samstarf við skóla ekki síður máli en samstarf við foreldra. Því miður er tilhneiging til að tala niður menntakerfið okkar og jafnvel hörfa aftur til fortíðar en naflaskoðunar er vissulega þörf.“

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar

Segist Katrín helst vilja athygli á tvennu í menntakerfinu. Bæta þurfi starfsumhverfi kennara:

„Starfið er gefandi og krefjandi í senn því við ætlumst einhvern veginn til þess að kennarar séu ekki bara kennarar heldur einnig félagsráðgjafar, sálfræðingar, læknar, túlkar og jafnvel tæknimenn. Úr þessu þarf að bæta og ég hef þess vegna kallað eftir skriflega eftir svörum frá mennta- og barnamálaráðherra um aðgerðir til að bæta starfsumhverfið en einnig hvort ekki sé þörf á að þarfagreina fjölbreyttari aðkomu fagstétta, annarra en kennara, innan menntakerfisins.“

Katrín segist jafnframt hafa áhyggjur af skorti á virðingu fyrir skólaskyldunni, en íslenska skólaárið er með þeim styttri sem þekkjast í kringum okkur.

„Í samtölum við kennara hef ég heyrt að algengt sé að foreldrar fari í löng frí, á skólatíma, og sinna ekki námi barnsins á meðan. Börnin dragast aftur úr, og erfitt er fyrir kennara að þurfa að koma þeim á sporið og heill bekkur er kominn langt fram úr. Eftir situr barn sem lærir ekki stafkrók um atviksorð vegna Teneferðar.“

Segir hún vandamálið fara vaxandi og sumsveitarfélög nú þegar gripið til aðgerða til árangurs vegna þess, en betur má ef duga skal.

„Við þurfum að sjá svart á hvítu hve mikið börn eru að missa úr skóla vegna leyfistöku vegna ferðalaga. Því hef ég einnig óskað eftir því að mennta- og barnamálaráðherra taki saman slíka tölfræði og hvort þörf sé á aðgerðum. Við þurfum að senda foreldrum og börnum skýr skilaboð. Menntun skiptir máli og okkur ber að virða hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin
Fréttir
Í gær

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“
Fréttir
Í gær

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“