fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 06:30

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Skjáskot YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar stórt er spurt, það er fullt af svörum við því í rauninni. Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur. Og ég skil það alveg að fólk hafi skynjað að við vorum kannski á einhverjum röngum stað svona. Hljómuðum á röngum stað, en við vorum samt að benda á bara grundvallarmannréttindi. Hvernig átti að framfylgja þeim,“

segir Björn Leví Gunnarsson, tölvunarfræðingur og fyrrverandi þingmaður Pírata, aðspurður um af hverju Píratar þurrkuðust út af þingi.

Björn Leví sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni telur að mörg aðal mál Pírata séu nú komin aftur í deigluna og nefnir þar til dæmis hamlandi lagasetningar í Evrópu sem snúa að stafrænni útgáfu. Einnig eru rædd málefni trans fólks, loftslagsmál, þriðji orkupakkinn, bókun 35 og viðbrögð stjórnvalda við COVID-faraldrinum.

„Það er nákvæmlega ekkert hjálplegt við umræðuna að koma og segja: „Það eru bara tvö kyn.“ Þetta snýst ekkert um það. Líffræðilegi fjölbreytileikinn er miklu meiri heldur en bara þessi kynbundna karlkyns, kvenkyns, líffræðilega skilgreining. Það er svo auðvelt í rauninni, finnst mér allavega, að benda á sérstaklega fólk sem er intersex. Við komum og segjum „Fyrirgefðu, þú þarna, þú átt að passa í annaðhvort karl- eða konu-bókstaf eftir bara því sem að við ákveðum.“

„Þarna komumst við svolítið óvart að svona einhverjum kjarna í af hverju við erum mikið ósammála og ég held af hverju Píratar duttu af þingi. Það er svonaþessi mál sem að almenningur er svona svolítið kominn með nóg af, að það sé lesið yfir hausamótunum á sér með þetta,“ segir Frosti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kynlíf er stærsta atriðið í lífi hans“

„Kynlíf er stærsta atriðið í lífi hans“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði – Vildi ekki segja af hverju hún vildi koma sér upp hesthúsi

Hafði ekki erindi sem erfiði – Vildi ekki segja af hverju hún vildi koma sér upp hesthúsi