
Sérfræðingar hvetja foreldra til að biðja um samþykki barns síns, já þú last rétt, áður en þeir skipta um bleyju barnsins.
„Í upphafi bleyjuskipta skaltu ganga úr skugga um að barnið þitt viti hvað er að gerast,“ skrifuðu rannsakendur í þroska ungbarna við Deakin-háskóla í Ástralíu í leiðbeiningum frá nóvember 2025.
„Komdu niður á þeirra stig og segðu: „Þú þarft nýja bleyju,“ og gerðu svo hlé svo þau geti meðtekið þetta.“
En óvenjulegar leiðbeiningar þeirra um bleyjuskipti, sem er verk sem flestir foreldrar vilja drífa af, enda ekki þar.
„Þá geturðu sagt: „Viltu ganga eða skríða með mér að skiptiborðin eða viltu að ég haldi á þér??“ sögðu sérfræðingarnir og virtust hunsa þá staðreynd að nýburar eru ekki farnir að tala. „Fylgstu með svipbrigðum þeirra og líkamstjáningu til að athuga hvort þau skilji hvað er að gerast.“
Sérfræðingarnir tóku enn fremur fram: „Þetta getur verið tími til að hjálpa börnum að læra um samþykki og hvernig líkami þeirra virkar.“

Samskipti við börn í hvert skipti sem þau þurfa að skila af sér þvagi eða saur fellur undir hinn sífellt umdeilda flokk blíðra uppeldisaðferða. Aðferð sem forgangsraðar samkennd, virðingu, tengslum og samskiptum fram yfir reglur og refsingar.
Þessi mjúka aðferð er vinsæl meðal Z-kynslóðarinnar og foreldra undir 46 ára aldri. Hún hefur hins vegar verið harðlega gagnrýnd af netgagnrýnendum sem halda því fram að þessi ofdekraða og óhefðbundna uppeldisaðferð breyti börnum í frekjur.
Nýja rannsóknin mælir einnig með því að bjóða ungbörnum að taka þátt í bleyjuskiptunum og spyrja þau spurninga eins og: „Geturðu lyft rassinum á þér svo ég geti rennt bleyjunni þinni af?“
„Þessar venjur sá fræi þeirrar hugmyndar að barn eigi rétt á að segja hvað gerist við líkama þess,“ fullvissa rannsakendurnir.
Yamalis Diaz, klínískur barnasálfræðingur við NYU Langone Health, segir við New York Post að það að fá barn til að taka þátt í bleyjuskiptingarferlinu með munnlegum hætti væri góð æfing fyrir framtíðarumræður um sjálfræði líkamans, jafnvel þótt ungbarnið geti ekki enn gefið foreldri fimmu fyrir vel unnin bleyjuskipti.
„Þetta snýst frekar um að samþætta kennslu um samþykki í uppeldisvenjur foreldra snemma,“ sagði Diaz. „Það miðar að því að auka vitund foreldra um allar þær leiðir sem þörfin fyrir samþykki kemur upp í lífi barns.“
Þegar kemur að því að eiga þessi mikilvægu samtöl við börn, því fyrr, því betra, bætti Diaz við. Að tryggja samþykki er „hluti af samræðunum á fyrstu stigum þroskaskeiðsins.“ „Foreldrar og börn verða öruggari með að tala um og setja mörk.“
Lesley Koeppel, sálfræðingur í New York borg, er sammála. „Ungbörn geta ekki verið sammála eða ósammála munnlega, en foreldrar geta samt sagt frá því sem þau eru að gera. Þetta byggir grunn að líkamlegu sjálfstæði löngu áður en barn lærir að talal.“
Útskýrði hún að það að tala um samþykki við ungbörn sé „táknrænt frekar en bókstaflegt.“ „Gildi þessarar aðferðar liggur í skilaboðum hennar. Þú skiptir máli. Líkami þinn skiptir máli. Ég mun alltaf segja þér hvað ég er að gera. Þetta verður fyrirmynd að heilbrigðum mörkum síðar á ævinni.“

Rannsakendur Deakin halda því þó fram að bleyjuskipti sem fara fram með þessun hætti séu byltingarkennd þegar kemur að því að kenna ungbörnum um öryggi.
„Það er mikilvægt að börn taki eftir því þegar einhver snertir nánustu líkamshluta þeirra,“ sögðu þeir og vara foreldra við að trufla ekki lítil börn með lögum, leikföngum eða hristlum á meðan á bleyjuskiptum stendur.
„Jafnvel á fyrstu stigum barnæsku geta börn brugðist við stöðugum munnlegum vísbendingum. Svo reyndu að nota svipað tungumál og fylgja reglulegum bleyjuskiptivenjum sem fela í sér samskipti við börnin.“
Þeir mæla eindregið með því að nota líffærafræðilega rétt nöfn fyrir kynfær, eins og píka, typpi og endaþarmur, þegar skipt er á barni og það baðað.
„Foreldrar gætu fundið fyrir óþægindum við að gera þetta og haldið að nota ætti barnalegri nöfn,“ viðurkenndu vísindamennirnir. „En þetta gerir börn öruggari, þar sem það þýðir að þau geta þá upplýst fullorðna einstaklinga sem þau treysta um reynslu sína af öllum þeim sem annast þau.“
Fagfólkið segir að ráðleggingar þeirra séu ætlaðar til að hjálpa foreldrum frekar en valda þeim kvíða.
„Venjurnar sem við lýsum hér að ofan gætu virst bæta meiri vinnu við þegar krefjandi foreldraálag,“ viðurkenna þeir. „Svo reyndu að gera þær eins oft og mögulegt er og vertu góður við sjálfan þig ef hver bleyjuskipti eru ekki fullkomin stund tengingar. Þú ert jú að styðja lítið barn.“