fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Segir flugöryggi ógnað

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. nóvember 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel J. Samúelsson, yfirlæknir Fluglæknasetursins, segir flugöryggi ógnað eftir að fluglæknar misstu beinan aðgang að sjúkraskrá flugliða við útgáfu heilbrigðisvottorða. Embætti landlæknis lokaði í fyrra fyrir aðgang fluglækna að stafrænni sjúkraskrá þar sem Persónuvernd telur vafa leika á um hvort skýr lagagrundvöllur sé fyrir þessum aðgangi.

Samúel birtir grein um þetta í Morgunblaðinu í dag og segir:

„Fluglæknar Fluglæknasetursins sf. berjast nú hörðum höndum fyrir því að fluglæknar fái endurheimtan aðgang að rafrænni sjúkraskrá sem mun viðhalda áframhaldandi öruggri afgreiðslu þeirra við útgáfu heilbrigðisvottorða. Endurskoðun á lögum um sjúkraskrár er á lokametrunum á Alþingi og hefur undirritaður setið fund hjá velferðarnefnd Alþingis og heilbrigðisráðuneytinu til þess að upplýsa um mikilvægi aðgangs fluglækna að beinum stafrænum heilsufarsupplýsingum við útgáfu nauðsynlegra heilbrigðisvottorða.“

Árleg læknisskoðun

Samúel greinir frá því að atvinnuflugmenn þurfi að gangast undir árlega heilbrigðisskoðun hjá viðurkenndum fluglækni á grundvelli laga um loftferðir. Flugumferðarstjórar þurfa að standast slíka skoðun á tveggja ára fresti, einkaflugmenn sjaldnar en þó árlega eftir fimmtugt. Flugfreyjur og flugþjónar þurfa að standast slíka skoðun á fimm ára fresti. Samúel skrifar:

„Það er mat fluglækna Fluglæknasetursins sf. (FLS) að beinn aðgangur að sjúkraskrá umsækjanda um heilbrigðisvottorð sé forsenda fyrir útgáfu tryggra heilbrigðisvottorða og að hægt sé að tryggja eins örugglega og hægt er að útgefið heilbrigðisvottorð sé byggt á réttum upplýsingum.“

Leggja til breytingu á frumvarpi um sjúkraskrá

Fluglæknar leggja til að við fyrirliggjandi frumvarp heilbrigðisráðhjerra um sjúkraskrár sem er til meðferðar í þinginu skuli bætast eftirfarandi lagagrein:

„Fluglæknar, sem framkvæma heilbrigðismat á flugliðum samkvæmt lögum um loftferðir nr. 80/2022, skulu hafa aðgang að sjúkraskrám þeirra, enda sé aðgangurinn nauðsynlegur til útgáfu heilbrigðisvottorðs samkvæmt ákvæðum laganna og stjórnvaldsreglum settum á grundvelli þeirra.“

Samúel segist hafa miklar mætur á Ölmu Möller heilbrigðisráðherra enda hafi hún sýnt í fyrri störfum sínum að henni sé annt um almannaheill. Treystir hann á að hún bregðist með jákvæðum hætti við tillögu fluglækna svo útgáfa heilbrigðisvottorða til flugliða falli undir lögmætt aðgengi að sjúkraskrám. Samúel segir í lok greinar sinnar:

„Síðasta spurningin sem ég spyr mig fyrir útgáfu læknisvottorðs til flugliða er: „Myndir þú vilja fljúga með þessum flugmanni eða senda börnin þín í flug með honum?“ Þar til fyrir ári gat ég svarað þessari spurningu játandi. Núna er ég ekki eins öruggur með svarið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“