
Rui Pedro Braz, yfirmaður knattspyrnumála hjá Al-Ahli, þvertekur fyrir að Ivan Toney gæti farið aftur til Englands í janúar.
Toney fór frá Brentford fyrir peningana í Sádi-Arabíu og skrifaði undir hjá Al-Ahli fyrir síðustu leiktíð. Undanfarið hefur þó verið talað um að hann vilji fara aftur til Englands.
Tottenham, með fyrrum stjóra Toney, Thomas Frank, við stjórnvölinn, hefur einna helst verið nefnt sem næsti áfangastaður framherjans.
„Ivan Toney er leikmaður í hæsta klassa. Það er ekkert til í því að hann gæti farið í janúar,“ segir Braz hins vegar.
„Við treystum á hann hér og það er engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál í nóvember.“