

Viktor Unnar Illugason og Hrafnkell Freyr Ágústsson voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.
Það var auðvitað rætt um landsliðið sem er í fullu fjöri þessa dagana. Liðið vann Aserbaísjan á fimmtudag og er á leið í úrslitaleik gegn Úkraínu um sæti í umspili fyrir HM.
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari er heldur betur að setja sitt handbragð á liðið og var miðverðinum Sverri Inga sérstaklega hrósað fyrir störf sín undir stjórn Arnars.
„Mér finnst mikill munur á Sverri undir Arnari og síðustu þjálfurm. Hann er orðinn meiri leiðtogi og öruggari í sínum aðgerðum,“ sagði Hrafnkell.
„Þetta var erfitt fyrir hann því hann kom á eftir líklega bestu hafsentum Íslandssögunnar, Ragga og Kára. Fólk beið lengi eftir honum og hann átti að leiða þetta lið varnarlega, nú er hann að gera það.“
Þátturinn í heild er í spilaranum.