fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Morgunblaðinu í dag er þess minnst að 40 ár eru liðin frá lyktum máls hins svokallaða Malaga-fanga, sem var áberandi í fjölmiðlum veturinnn 1984-1985.

Stefán Almarsson þurfti að dúsa í 9 mánuði í einu alræmdasta fangelsi Spánar, Centro Penitenciaric de Preventivos, í Malaga á Suður-Spáni, eftir að hann hafði miðað leikfangabyssu á lögreglumann sem bað hann um að framvísa vegabréfi.

Stefán var smáglæpamaður, eins og hann lýsti sjálfum sér, en hann var ákærður fyrir innbrot í Torremolinos þar sem samskonar leikfangabyssa og hann miðaði á lögreglumanninn hafði horfið.

Nafnið Malaga-fanginn festist við Stefán og naut hann samúðar almennings hér á landi sem gramdist það að Íslendingur þyrfti að búa við illan aðbúnað í spænsku fangelsi, en fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda var hann loksins látinn laus vorið 1985, eftir 9 mánaða vist í fangelsinu.

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður var á þessum tíma blaðamaður á Helgarpóstinum og tók hann viðtal við Stefán haustið 1985, en Stefán lá þá á sjúkrahúsi eftir að hafa verið stunginn á Hverfisgötu.

Sigmundur rifjar upp í viðtali við Morgunblaðið: „Meginástæðan fyrir þessu viðtali var þessi séríslenska umhyggja. Íslendingum þótti svo sárt að sjá þennan smákrimma sinn og fulltrúa undirheimanna mánuðum saman í rammgerðu fangelsi á Spáni, sem var að hans sögn langan veg frá því að vera sambærilegt við Litla-Hraun, og það var lenska mánuðum saman að koma þessum manni út og hann kom til landsins nánast sem þjóðhetja,“

Gekk illa að losna við manninn

Viðtalið dró þann dilk á eftir sér að Malaga-fanginn var lengur í samskiptum við Sigmund en sá síðarnefndi kærði sig um og þau samskipti voru ekki alltaf þægileg. „Mér leið illa í nokkur misseri vegna þessa,“ segir Sigmundur. Vildi Stefán að Sigmundur greiddi götu hans í kerfinu en hann taldi ógæfu sína vera öðrum að kenna en honum sjálfum. Þegar Stefán var farinn að hóta Sigmundi og fjölskyldu hans lokaði Sigmundur alveg á hann.

„Ég var svona að reyna að hrista hann af mér og mér leist ekki á blikuna þegar komið var fram á nýjan áratug og þá sagði hann eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru,“ segir Sigmundur.

Sjá nánar í Morgunblaðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Í gær

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann
Fréttir
Í gær

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“