fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Eyjan
Mánudaginn 10. nóvember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn versnar það hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn, sem fékk sína verstu útreið í tæplega aldarlangri sögu sinni í kosningunum fyrir tæpu ári, hefur haldið áfram að minnka og mælist nú svipaður að stærð og Miðflokkurinn – orðinn svo lítill að Valhöll er orðin allt of stór fyrir hann. Málþófið í vor og sumar tætti fylgið af flokknum og varð þingmönnum hans og forystu til mikillar minnkunar. Um helgina átti að peppa flokksmenn upp á fundi sem smalað var mikið á. Flestir bjuggust við að einhver tíðindi yrðu þar. Svo reyndist ekki vera. Skilaboðin voru þau að flokkurinn myndi kynna stefnu sína – bráðum – og svo fengu fundarmenn að sjá fótósjoppaða útgáfu af Sjálfstæðisfálkanum gamla.

Það var svo í morgun að Maskína birti skoðanakönnun um frammistöðu flokksformanna. Valkyrjurnar fá fínar niðurstöður og sér í lagi Kristrún Frostadóttir, sem 60% telja að hafi staðið sig vel. Hrifningin af frammistöðu stjórnarandstöðunnar er heldur hófstilltari, svo vægt sé til orða tekið. 61% telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Guðrún Hafsteinsdóttir hafi staðið sig illa á þessu kjörtímabili og 58% að Sigurður Ingi Jóhannsson hafi staðið sig illa.

Guðrún Hafsteinsdóttir fær jákvæða einkunn hjá 14 prósentum, Sigmundur Davíð hjá 21% og Sigurður Ingi hjá 12%. Guðrún nýtur því hins vafasama heiðurs að vera með óhagstæðasta frammistöðuhlutfallið þegar stuðningsmenn allra flokka eru spurðir.

Orðið á götunni er að öllu meira áhyggjuefni fyrir Guðrúnu sé að Sjálfstæðismenn skiptast í næstum jafn stórar fylkingar í afstöðu sinni til frammistöðu hennar. Rétt um 30% eru ánægðir með hana. Tæplega 40% telja hana í meðallagi. En 31% Sjálfstæðismanna telja Guðrúnu hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir formann sem setið hefur í rúmt hálft ár og rétt um hálft ár til sveitarstjórnarkosninga.

Orðið á götunni er að mjög athyglisvert sé að staða Sigurðar Inga í Framsókn sé mun sterkari en staða Guðrúnar í Sjálfstæðisflokknum. Þó er Sigurður Ingi búinn að vera formaður í tæpan áratug og hefur verið gerður persónulega ábyrgur fyrir afhroði flokksins í síðustu kosningum. Góður meirihluti Framsóknarmanna telur sinn fráfarandi formann hafa staðið sig vel en minnihluti Sjálfstæðismanna er sömu skoðunar um nýjan formann flokksins. Þá telur mikill meirihluti Miðflokksmanna Sigmund Davíð hafa staðið sig vel þótt kjósendur annarra flokka sé síður hrifnir, nema kannski helst Sjálfstæðismenn, en álíka margir Sjálfstæðismenn eru ánægðir með frammistöðu Sigmundar Davíðs og þeir sem eru ánægðir með frammistöðu Guðrúnar.

Orðið á götunni er að úr þessari könnun megi lesa að tiltekinn hópur kjósenda togist á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og talsverður straumur hafi einmitt legið frá Sjálfstæðisflokknum til Miðflokksins það sem af er þessu kjörtímabili. Miðflokkurinn höfði betur en Sjálfstæðisflokkurinn til þeirra sem eru yst úti á hægri kanti skoðanarófsins; hefur sem sagt vinninginn, líkt og aðrar skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt.

Orðið á götunni er að þetta síðastnefnda sé sérstakt áhyggjuefni fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur nefnilega reynt sitt ýtrasta til þess að ná öfgahægrifylginu frá Miðflokknum en án árangurs. Ekki hefur flokkurinn reynt að sækja inn á miðjuna þar sem þorra kjósenda er að finna. Þess í stað kýs Sjálfstæðisflokkurinn að hoppa í sama drullupolli og Miðflokkurinn og fjarlægist æ meir sinn gamla sess sem fjöldahreyfing með margar vistarverur sem rúmað gátu breitt svið skoðana.

Orðið á götunni er að Guðrún Hafsteinsdóttir átti sig ekki á stöðu sinni eða flokksins. Hún átti sig ekki á því að kjósendur sjá að Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið sínar grunnhugsjónir og er ekki lengur það forystuafl sem áður var. Flokkurinn sem stærði sig af stétt með stétt stendur nú vörðinn fyrir fordekraða yfirstétt. Flokkurinn sem var í fararbroddi fyrir þátttöku Íslands í samstarfi vestrænna lýðræðisríkja hefur nú skipað sér í sveit með öfgafólki sem vill loka landinu og loka sem mest á samstarf við aðrar lýðræðisþjóðir. Kjósendur VG, sem þurrkaðist af þingi í síðustu kosningum, þurfa ekki að örvænta. Fulltrúar þess afturhalds sem VG stóð fyrir sitja enn á Alþingi undir merki Sjálfstæðisflokksins og fótósjoppuðum fálkanum

Orðið á götunni er að með sama áframhaldi verði þess vart langt að bíða að enn bætist í formannatal Sjálfstæðisflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg