fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 13:30

Vík í Mýrdal en enskumælandi íbúar þar hafa miklar áhyggjur af niðurskurði til íslenskukennslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskumælandi ráð í Mýrdalshreppi gagnrýnir harðlega fyrirhugaðan niðurskurð ríkisstjórnarinnar á framlögum til íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Spyr ráðið hvernig eigi eiginlega að fara að því að gera þennan þjóðfélagshóp að hluta af íslensku samfélagi og vernda um leið íslenska tungu.

Um 2/3 íbúa í Mýrdalshreppi hafa annað móðurmál en íslensku. Enskumælandi ráði var komið á laggirnar í hreppnum árið 2022. Um það segir á vef sveitarfélagsins að það hafi verið gert í von um að geta aukið áhrif nýbúa í samfélaginu og fjölga tækifærum þeirra til að taka þátt í nefndarstörfum og stefnumótun sveitarfélagsins. Meðlimir ráðsins hafi verið skipaðir af sveitarstjórn og þá verið horft sérstaklega til þess að meðlimir hefðu sem fjölbreyttastan bakgrunn til að endurspegla mannflóruna í sveitarfélaginu.

Segir enn fremur að þetta tilraunaverkefni hafi gengið vonum framar og hafi ráðið verið starfsfólki og nefndum sveitarfélagsins innan handar og veitt ráðgjöf og innsýn inn í hagsmunamál nýbúa á svæðinu sem annars hefðu ekki fengist. Ráðið hafi einnig verið ötult við að kynna þjónustu sveitarfélagsins fyrir nýbúum og koma með ábendingar um hvar sveitarfélagið gæti komið betur til móts við einstaklinga af erlendum uppruna. Ráðið fundar einu sinni í mánuði og eru fundargerðir þess birtar á heimasíðu Mýrdalshrepps eins og annarra ráða og nefnda sveitarfélagsins.

Tilvera ráðsins hefur þó einnig verið gagnrýnd ekki síst af Snorra Mássyni varaformanni og þingmanni Miðflokksins sem hefur meðal annars sagt að með því sé verið að ýta undir að íslenskt samfélag verði rekið án þess að íslenska komi nokkuð við sögu. Hefur Snorri raunar gagnrýnt tilveru ráðsins lengur en hann er búinn að vera á þingi.

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Vilja íslenskukennslu

Miðað við umsögn ráðsins til fjárlaganefndar Alþingis virðist þó ljóst að vilji þess stendur alls ekki til þess að ýta íslenskunni til hliðar í stað þess að leggja það á sig að læra hana.

Er í umsögninni niðurskurði á íslenskukennslu fyrir nýbúa mótmælt. Segir meðal annars í umsögninni:

„Góð, skilvirk, og fjölbreytt íslensku kennsla fyrir öll er mikilvægur hluti af því að inngilding takist vel til. Það er mikill ávinningur fólgin í því fyrir þá sem hingað flytja að læra íslensku sem og samfélagið í heild. Að hafa tök á tungumáli þess lands sem þú velur að búa í opnar dyr í allar áttir.“

Ráðið spyr hvernig standi á þessum fyrirhugaða niðurskurði þegar OECD hafi bent á það að á Íslandi sé minnstu varið í tungumálakennslu til innflytjenda miðað við önnur OECD-ríki og að fólksfjölgun á Íslandi sé hlutfallslega sú mesta í þeim hópi.

Lítil kunnátta

Ráðið segir það ljóst að kunnátta innflytjenda í hinu opinbera tungumáli landsins sé minni hér en í öðrum OECD-löndum og því skjóti niðurskurðurinn skökku við:

„Hér fara ekki saman hljóð og mynd. Hvernig ætlum við að gera þetta. Hvenær ætlum við að móta stefnu sem bæði inngildir fólk inn í samfélagið og verndar íslenska tungu. Þjóðartungu.“

Hið enskumælandi ráð segir kosta peninga að halda úti íslenskukennslu og niðurskurður um rétt um 200 milljónir króna sé ekki í samræmi við það. Ráðið lýsir yfir verulegum áhyggjum:

„Íslenskan á undir högg að sækja og það gefur að skilja að í samfélagi þar sem um 67% íbúa hefur annað móðurmál en íslensku þá er þetta mikið áhyggjuefni og stór áskorun. Við getum því ekki annað en mótmælt þessu og vonast til að þetta verði endurskoðað með tilliti til þeirra sem hingað flytja og ekki síður til þess að varðveita íslenskt mál.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi
Fréttir
Í gær

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun