fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 31. október 2025 11:40

Eiður Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við þjálfun Vals en eins og talið hefur verið. Fyrr í vikunni var það talið nánast öruggt að Hermann tæki við Val.

Hermann er þjálfari HK í dag og hefur átt í viðræðum um starfið en Srdjan Tufegdzic lét af störfum á mánudag.

Valur hafði fengið leyfi HK til þess að ræða við Hermann en samkvæmt heimildum 433.is er ekki öruggt að Hermann taki við starfinu.

HK hefur á undanförnum dögum rætt við aðra þjálfara þar sem þar var talið öruggt að Hermann tæki við Val, það gæti enn gerst en ekki hefur verið gengið frá neinu og er ekki eins öruggt og talið var í upphafi vikunnar.

Samkvæmt sömu heimildum hefur stjórn Vals skoðað fleiri kosti undanfarna daga og er nafn Eiðs Smára Guðjohnsen reglulega nefnt í því samhengi. Fleiri nöfn eru á blaði.

Samkvæmt heimildum 433.is er Eiður Smári á blaði hjá Val og hefur verið í nokkar vikur, hvort formleg samtöl hafi átt sér stað hefur hins vegar ekki fengist staðfest.

Eiður Smári hefur farið í viðræður við Selfoss um að taka við liðinu og er búist við að þar á bæ muni menn gera Eiði tilboð á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Búist við að Rodgers geti fengið starf á Englandi innan tíðar

Búist við að Rodgers geti fengið starf á Englandi innan tíðar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi