fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 31. október 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hann taki ekki gagnrýni frá Sean Dyche persónulega, en nýr stjóri Nottingham Forest hafi aðeins verið að vinna sína vinnu sem knattspyrnusérfræðingur þegar hann gerði athugasemdir um leikstíl Portúgalans síðasta sumar.

Dyche, sem tók nýverið við Forest, hélt því þá fram í tveimur hlaðvörpum að hann myndi vinna fleiri leiki með United með hefðbundnu 4-4-2 kerfi, fremur en 3-4-2-1 kerfi Amorims. Liðin mætast á morgun í ensku úrvalsdeildinni.

„Kannski hefur hann rétt fyrir sér, ef við myndum spila 4-4-2 gætum við unnið fleiri leiki,“ sagði Amorim.

„En ég hef alltaf sagt að minn leikstíll taki tíma, og í framtíðinni verður hann betri. Við vitum það ekki.“

Hann bætti við að hann skilji vel muninn á því að vera þjálfari og sérfræðingur. „Ef þú ert í sjónvarpinu og segir ekki sterkar skoðanir, þá er enginn að fara að hlusta á þig. Ég skil það vel. Sean Dyche er mjög klár maður og veit hvernig leikurinn virkar.“

„Það er annað að tala um leikinn, og annað að stýra liði. Ég tek því ekki illa, ég vil bara vinna næsta leik,“ sagði Amorim að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi