fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Topplið Ítalíu vill framherja í janúar og Zirkzee efstur á lista

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 31. október 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roma, undir stjórn Gian Piero Gasperini, er í toppbaráttu í ítölsku Serie A en glímir við markaskort sem gæti reynst dýrkeyptur.

Þrátt fyrir að vera jafnt Napoli á toppnum hafa framherjarnir Artem Dovbyk og Evan Ferguson aðeins skorað eitt mark samanlagt, það kom frá Dovbyk gegn Verona fyrir mánuði síðan.

Félagið er því þegar farið að undirbúa sig fyrir janúargluggann og skoðar nú möguleika bæði innan Ítalíu og erlendis. Framtíð Dovbyk og Ferguson er óviss, sá fyrrnefndi var á sölulista í sumar og gæti farið í vetur, á meðan Ferguson er á láni með kauprétt en hefur lítið gert vart við sig.

Efstur á óskalista er Joshua Zirkzee, sem er sagður ósáttur hjá Manchester United eftir að hafa spilað aðeins 90 mínútur á tímabilinu. Hollendingurinn, sem United greiddi Bologna 42 milljónir evra fyrir, er sagður opinn fyrir endurkomu til Ítalíu.

Ricky Massara, íþróttastjóri Roma, hefur þó fleiri nöfn á blaði, þar á meðal Arnaud Kalimuendo hjá Nottingham Forest, Nígeríumanninn Promise David hjá Union Saint-Gilloise og fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“