fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Pressan

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Pressan
Þriðjudaginn 28. október 2025 21:30

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega tók leigubílstjórinn Mats Andersson farþega upp í leigubíl sinn í bænum Veberöd á Skáni í Suður-Svíþjóð. Farþeginn bað Andersson um að fá símann hans lánaðan í smástund þar sem hann þyrfti að hringja stutt símtal. Andersson sá ekkert athugavert við það en þetta átti hins vegar eftir að reynast honum dýrt. Daginn eftir komst hann að því að farþeginn hafði alls ekki hringt neitt símtal heldur notað nafn hans til að svíkja út fé og tekist með óþekktum hætti að komast framhjá rafrænum skilríkjum hans.

Daginn eftir kom upp úr krafsinu að farþeginn hafði keypt vörur og sótt um lán í nafni Andersson. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkissjónvarpsins SVT lenti annar leigubílstjóri, í bænum Dalby á Skáni, í sams konar svikum.

Mats Andersson er eins og margir Svía með rafræn skilríki frá fyrirtækinu BankID sem er það stærsta á þessu sviði í Svíþjóð en samkvæmt heimasíðu þess eru rafræn skilríki frá fyrirtækinu notuð 18 milljón sinnum á degi hverjum.

Svikahrappnum tókst þó að komast framhjá rafrænu skilríkjunum í síma Andersson og meðal annars sækja um kreditkort og panta sér lestarmiða. Sami einstaklingur er sagður bera ábyrgð á þeim svikum sem hinn leigubílstjórinn lenti í.

Andersson segist vera sorgmæddur yfir þessu en honum hafi tekist að fá flest þau fyrirtæki sem svikahrappurinn skipti við í hans nafni til að draga viðskiptin til baka.

Hvernig?

Það er enn nokkuð á huldu hvernig svikahrappnum tókst ætlunarverkið en hann mun hafa notað rafræn skilríki Andersson frá BankID til að sækja um ný rafræn skilríki frá fyrirtækinu í hans nafni og notað þau til allra viðskiptanna.

Fyrirtækið fullyrði hins vegar að þetta sé ekki hægt án þess að komast yfir pin-númber viðkomandi. Telur það að pin-númer símans hljóti í þessu tilfelli að hafa verið það sama og pin-númer rafrænu skilríkjanna. Það eigi fólk að passa sig á að gera ekki. Andersson neitar því hins vegar að þetta hafi verið raunin. Hann opni símann sínn með andlitsauðkenni.

Fyrirtækið og lögreglan í Svíþjóð hvetja fólk til að lána ekki síma sína. Telur lögreglan mögulegt að farþeginn hafi nýtt sér það að Andersson eins og fleiri hafi óafvitandi verið með pin-númerið að rafrænu skilríkjunum vistað í símanum. Leigubílstjórinn stendur hins vegar fast á því að hann hafi ekki verið með númerið vistað.

Aðspurður um hvort hann hafi ekki tekið eftir því að farþeginn væri alls ekki að hringja neitar Anderson því. Farþeginn hafi setið fyrir aftan hann og haldið símanum upp að sér og hann ekki séð neitt óeðlilegt og svo hafi hann einfaldlega ekki séð ástæðu til að vantreysta manninum. Hann minnir á að hann sé í þjónustustarfi og hluti af því sé að koma sem best til móts við viðskiptavini, því sé hart að fá það launað með þessum hætti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 2 dögum

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig“

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis