

Ragnar Jónasson, lögfræðingur og glæpasagnahöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, bókmenntafræðingur og fyrrverandi forsætisráðherra, slá saman krafta sína að nýju og gefa frá sér aðra bók saman.
Árið 2022 kom út bók þeirra Reykjavík. Franski spítalinn er sjálfstætt framhald þeirrar bókar og sögusvið bókarinnar er á Austurlandi árið 1989. Á kápu nýju útgáfunnar má sjá veðrað húsnæði Franska spítalinn á Fáskrúðsfirði sem var reistur árið 1903 og færður á Hafranes 1939.
Katrín skrifaði BA-ritgerð sína árið 2001 um glæpasögur; Glæpurinn sem ekki fannst. Saga og þróun íslenskra glæpasagna.
View this post on Instagram