fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis

Pressan
Fimmtudaginn 23. október 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skýrslu sérstaks eftirlitshóps kemur fram að hakkarar á vegum norður-kóreskra stjórnvalda hafi stolið háum fjárhæðum í rafmynt, notað rafmynt fyrir peningaþvætti og laumað sér í störf hjá erlendum tæknifyrirtækjum á fölskum forsendum. Fjármagnið sem fáist úr þessu sé síðan notað við þróun og smíði kjarnorkuvopna.

AP-fréttastofan greinir frá þessu. Samkvæmt skýrslunni var ráðist í þessar aðgerðir að fyrirskipan stjórnvalda í Norður-Kóreu. Hakkararnir munu stolið andvirði milljarða Bandaríkjadala í rafmynt. Þetta gerðu þeir með því að hakka sig inn í viðskipti með rafmynt. Þeir hafa einnig aflað fjár með því að búa til fölsk auðkenni til að fá störf í fjarvinnu hjá erlendum tæknifyrirtækjum en einnig eru þessi störf nýtt til að stela gögnum og upplýsingum.

Skýrslan var unnin af hóp sem settur var á laggirnar til að hafa eftirlit með alþjóðlegum viðskiptaþvingunum sem lagðar hafa verið á Norður-Kóreu og hvort landið væri að brjóta gegn þeim. Bandaríkin og 10 önnur ríki settu hann á laggirnar.

Rafmynt hafa Norður-Kóreumenn einnig notað í peningaþvætti, til að geta keypt hernaðarlegan búnað sem tengist kjarnorkuáætlun ríkisins, í trássi við viðskiptaþvinganirnar. Einnig kemur fram í skýrslunni að Norður-Kórea stundi það grimmt að hakka sig inn í tölvukerfi erlendra fyrirtækja og stofnana til að stela viðkvæmum gögnum.

Norður-Kórea hefur samkvæmt skýrslunni lagt mikið í að þróa tæknilega getu sína til að fremja tölvuglæpi og gefur nú orðið Kína og Rússlandi lítið eftir í þeim efnum. Af þessu athæfi ríkisins stafi mikil ógn fyrir önnur ríki. Ólíkt Kína og Rússlandi hefur Norður-Kórea hins vegar notað tölvuglæpi einkum til að safna fé til að fjármagna starfsemi ríkisins.

Samkvæmt skýrslunni nýtur Norður-Kórea að hluta aðstoðar við þessa glæpi sína frá Rússlandi og Kína. Segja skýrsluhöfundar að afleiðingarnar hafi verið að tölvubúnaður hafi eyðilagst, mannslíf hafi verið í hættu, einstaklingar hafi glatað eigum sínum og hið illa fengna fé verið nýtt til að fjármagna framleiðslu gereyðingarvopna og eldflauga sem geti borið þau.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst